Hin einu sönnu Fjárlög

Annar þáttur

Þó nokkuð um þjóðlög í Íslensku söngvasafni eru flest lögin eftir nafngreinda höfunda, íslenska og erlenda. Þessir nafngreindu höfundar eru nær allir karlmenn og þarf það ekki koma á óvart, á þessum tíma voru mun færri konur tónskáld en karlmenn. Þó eru í Fjárlögunum lög eftir 6 konur sem uppi voru á 19. öld. En þrjú af þessum 6 lögum eru ekki merkt með nafni höfunda sinna í Fjárlögunum. Tvær af konunum notuðu dulnefni: Ellen Dickson sem notaði dulnefnið Dolores, samdi lagið „Vængjum vildi ég berast“, og Emma Hartmann notaði höfundarnafnið Frederik Palmer þegar hún samdi lagið „Svo fjær mér á vori“. Þriðja lagið, „Sævar sölum“, er fyrir einhvern misskilning kallað spænskt, en höfundur þess var Caroline Norton. Einnig verða í þættinum flutt lög eftir danska 19. aldar tónskáldið Rudolph Bay, en hann samdi lag sem alþekkt er á Íslandi: „Bí og blaka“.

Lesari: Pétur Grétarsson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

14. jan. 2016

Aðgengilegt til

9. júlí 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,