18:00
Kvöldfréttir útvarps
Fljótagöng sett í fyrsta sæti og Pútín býður Evrópu upp í dans

Fréttir

Fréttir

Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar verður kynnt í fyrramálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Fljótagöng verið sett í fyrsta sæti.

Rússar eru tilbúnir í stríð við Evrópu ef þjóðir álfunnar vilja það, segir forseti Rússlands. Hann sakar Evrópuþjóðir um að spilla fyrir viðræðum um frið í Úkraínu.

Með nýrri túrbínu sem var gangsett í orkuverinu í Svartsengi í gær eykst framleiðsla á raforku um 20 megavött.

Gert er ráð fyrir að ný Miðstöð um öryggisráðstafanir opni 2027 á Hólmsheiði. Fjárlaganefnd lagði til tveggja milljarða króna hækkun á fjárlögum til koma henni á fót.

Er aðgengilegt til 02. desember 2026.
Lengd: 10 mín.
,