19:50
Úr íslensku tónlistarlífi
Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Tónlistin í þættinum:

Niður eftir Eirík Stephensen. Flytjendur: Magga Stína, þeremín ; Horn: Asbjørn Bruun, Emil Friðfinnsson, Maximilian Riefellner, Stefán Jón Bernharðsson ; Básúnur: David Bobroff, Jón Arnar Einarsson, Sigurður Þorbergsson ; Högn Egilsson, stjórnandi ; Eiríkur Stephensen, annar hljóðfæraleikur. Útg. 2025 á plötunni Eirrek

Þegar skrauthnötturinn sól, úr verkinu Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum Guðs - fyrir tvær söngkonur og sex hljóðfæraleikara, eftir Kolbein Bjarnason, samið við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Herdís Anna Jónasdóttir, sópran og Hildigunnur Einarsdóttir, messósópran syngja. Með þeim leika félagar í Caput ensemble undir stjórn Guðna Franzsonar. Meðlimir Caput: Jónas Ásgeir Ásgeirsson, harmóníka; Frank Aarnink og Steef van Oosterhout, slagverk. Útg. 2025.

Úr Hulduljóðum Úr Jónasarlögum Atla Heims Sveinssonar, við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran syngur, Francisco Javier Jáuregui leikur á gítar og útsetur. Útg. 2024 á plötunni Atli Heimir Sveinsson - Sönglög með gítar.

Credo, úr 2. þætti óperunnar Othello eftir Giuseppe Verdi, höfundur libretto er Arrigo Boito. Guðmundur Jónsson, baríton syngur, Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljóðritun gerð í Háskólabíói í apríl 1965.

Austurland eftir Inga T. Lárusson, útsetninguna gerði Jón Þórarinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar.

Afritað af TD-530, upptakan er líklega frá 1964.

Útg. 1998 á plötunni Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur lög úr Íslensku söngvasafni.

Elektra Ensemble leikur tvö verk:

Por una cabeza eftir Carlos Gardel. Gissur Páll Gissurarson tenór syngur með Elektra ensemble.

Libertango eftir Astor Piazzolla. Elektra ensemble flytur. Hljóðritanir gerðar á Nýárstónleikum Elektra Ensemble í Hörpu/Norðurljósum 2017. Elektra ensemble skipa: Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó; Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta; Helga Björg Arnardóttir, klarínetta; Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Margrét Árnadóttir, selló.

Artistry in rhythm eftir Stan Kenton. Flytjendur: Stórsveit Reykjavíkur; Sigurður Flosason, stjórnandi. Hljóðritun frá tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur - Gullöld sveiflunnar 5. janúar, 2025.

That old black magic, eftir Harold Arlen, textann samdi Johnny Mercer. Flytjendur: Stórsveit Reykjavíkur; Sigurður Flosason, stjórnandi; Stefanía Svavarsdóttir, söngur. Hljóðritun frá tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur - Gullöld sveiflunnar 5. janúar, 2025.

Hey love eftir Marínu Ósk Þórólfsdóttur. Marína Ósk og kvartett hennar flytja. (Útg. 2022)

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 35 mín.
,