Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Eru rafrænar kosningar framtíðin? Þannig var spurt á málþingi Landskjörstjórnar í gær. Kristín Edwald, formaður kjörstjórnarinnar, sagði frá erindum og umræðum. Ólíklegt er að tölvutæknin leysi af hólmi núverandi fyrirkomulag með kjörseðlum á næstunni þar sem fólk treystir illa tækninni.
Þjóðverjar eru almennt stressaðir samkvæmt nýrri könnun og stress hefur aukist með árunum. Arthur Björgvin Bollason sagði frá því og fleiru í Berlínarspjalli.
Fyrir liggur ný stefna um Viðey. Þverpólitískur starfshópur leggur m.a. til að skólabörn í Reykjavík heimsæki eyjuna og fræðist um sögu hennar og náttúru og að aðgengi verði bætt. Þá er lagt til að nýju listaverki Yoko Ono, Friðarósk, verði fundinn þar staður. Skúli Helgason borgarfulltrúi sagði frá.
Tónlist:
Þú kysstir mína hönd - Ragnhildur Gísladóttir og Tómas R. Einarsson,
Hvað um mig og þig - Ragnhildur Gísladóttir,
Nú sefur jörðin - Gunnar Gunnarsson o.fl.
Walnut and Western - Edmar Castaneda.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
Louis Jordan - Ain't That Just Like A Woman.
Nat King Cole Trio - I Love You For Sentimental Reasons.
Dean Martin & Peggy Lee - You Was.
AL GREEN - Take Me To The River.
The Ink Spots - We Three (My Echo, My Shadow, And Me).
JAMES BROWN - Three Hearts In A Tangle.
JOHN HIATT - Lipstick Sunset.
RAY CHARLES - I Got A Woman.
JAMES HUNTER - Two Can Play.
Average White Band - Queen of my soul.
WILSON PICKETT - Mustang Sally.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Vellíðan og velsæld á vinnustaðnum skiptir miklu máli. Við eyðum flest svo miklum tíma í vinnunni að það ætti að vera þess virði að vinna að því að líða vel í þeim aðstæðum. Þær Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir eru báðar sérfræðingar og ráðgjafar í mannauðsmálum og þær kenna einmitt þetta í fyrirtæki sínu Auki og þær eru líka með fjögur mismunandi námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ sem tengjast mannauðsmálum þar sem þær meðal annars skoða faglega hegðun og samskipti á vinnustaðnum og erfið starfsmannamál. Við fengum þær til að fræða okkur meira um þetta í dag.
Berklar eru einn lífshættulegasti smitsjúkdómur sem gengið hefur á land hér. Veikin lagðist einkum á ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur. Upp úr 1950 fór að draga úr smitum og dauðsföllum af völdum veikinnar en dánartala berklasjúklinga á Íslandi var ein sú hæsta í Evrópu. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur og hjúkrunarfræðingur kom til okkar í dag en út er komin bókin Berklar á Íslandi sem hún skrifaði, full af fróðleik og frásögnum.
Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur, hún hélt áfram umfjöllun sinni um sykursýki eitt og þá áskorun sem fylgir því að vera með sjúkdóminn. Þorsteinn Hálfdánarson er einn þeirra sem hefur glímt við sjúkdóminn en hann greindist við fimm ára aldur. Hann er 28 ára í dag og á rúmum tveimur áratugum hefur tækninni fleygt fram og tækjabúnaður verður sífellt handhægari og auðveldari í notkun við daglegar insúlíngjafir og blóðsykursmælingar. Hins vegar getur verið mikil áskorun að lifa með þessum sjúkdómi sem kallar á agaðan lífstíl. Öráreitið er daglegt brauð eins og pípandi tæki og óútskýrt blóðsykurfall í tíma og ótíma. Þorsteinn sagði Helgu frá því hvernig er að lifa með sykursýki eitt sem er ólæknandi, enn sem komið er, en hann bindur vonir við að það breytist í framtíðinni.
Tónlist í þættinum í dag:
Það snjóar / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Iller & Norman, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Er líða fer að jólum / Raggi Bjarna (Gunnar Þórðarson, texti Ómar Ragnarsson)
Jólaljósin / Borgardætur (erlent lag, texti Andrea Gylfadóttir)
Jólasólin / Grétar Örvarsson og Páll Rósinkranz (Marks & Marks, texti Kristján Hreinsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útgjöld ríkisins aukast um tæplega 20 milljarða króna í fjárlögum næsta árs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á þingi á eftir.
Mataræði Íslendinga versnar og allt of fáir fara eftir ráðleggingum landlæknis, segir verkefnastjóri næringar. 70 prósent fullorðinna hér á landi eru í yfirþyngd eða með offitu.
Ein umsvifamesta vátryggingamiðlun landsins, Tryggingar og ráðgjöf, var staðin að því að fara á svig við lög en er þó enn að. Þúsundir Íslendinga hafa keypt tryggingar og fært lífeyri sinn til erlendra tryggingafélaga í gegnum miðlunina.
Frávísanir á landamærum Íslands hafa margfaldast frá 2021. Flestir sem var vísað frá voru frá Albaníu, Georgíu og Bandaríkjunum.
Tvær árásir voru gerðar á fyrsta skipið sem Bandaríkjamenn réðust á við Venesúela í byrjun september. Þetta var upphafið að hrinu slíkra árása. Tveir skipverjar höfðu lifað fyrri árásina af.
Það er titringur í sjávarplássum sem treysta á skelbætur og línuívilnun, eftir að ráðherra úthlutaði þeim helmingi minna en í fyrra. Ekki er enn ljóst hversu mikið strandveiðimenn fá að veiða á komandi sumri.
Formaður landskjörstjórnar segir enn langt í að hægt sé að kjósa alfarið rafrænt hér á landi.
Milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta hefst í dag. Íslenska landsliðið mætir liði Svartfjallalands í fyrsta leik sínum í milliriðlinum.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þættinum í dag beinum við sjónum okkar að nöfnum, lögum um þau og störfum mannanafnanefndar. Nýir úrskurðir nefndarinnar voru birtir í lok síðustu viku og nú má til að mynda heita Aþanasíus, Fjörður, Mannsi, Jörvaldi og Ríma. Úrskurðir nefndarinnar vekja alla jafna athygli og lengi hefur verið deilt um hvort og hvernig löggjafinn eigi að leggja línur í þessum málum.
Viðmælendur:
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, stjórnarmaður í mannanafnanefnd
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag köfum við ofan í heilbrigðisvísindasöguna – og tökum fyrir sjúkrasögu Sigmundar Freud, föður nútímasálgreiningar, sem gekkst undir meira en 30 skurðaðgerðir og geislameðferð á 16 ára tímabili vegna þess sem talið var vera munnkrabbamein. Svend Richter, fyrrverandi dósent við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og ritstjóri Tannlæknablaðsins, kíkir til okkar í upphafi þáttar til að ræða þetta og tilgátur um hvort veikindi Freuds hafi mátt rekja til vindlareykinga eða kókaínneyslu.
Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur sinn reglulega hálfsmánaðarlega pistil. Í dag ætlar hann að deila með okkur skoðunum sínum á byggingu Nýs Landspítala.
Og í lok þáttar fáum við til okkar Arnar Pálsson, erfðafræðing við Háskóla Íslands, sem er orðinn hálfgerður fastagestur hér í Samfélaginu. Hann ætlar að segja okkur frá því hvernig SARS-CoV-2-veiran, sem olli covid-faraldrinum, hefur þróast og breyst síðan faraldurinn reið yfir. Er covid núna bara kvefpest? Getur samband okkar við þessa veiru sagt okkur eitthvað um hvernig við hugsum um flókin vísindaleg fyrirbæri. Meira um þetta í síðari hluta þáttarins.
Tónlist í þættinum:
Una Torfadóttir - Það sýnir sig.
DOLLY PARTON - Just When I Needed You Most.
Bob Dylan - Oxford Town.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Allt frá því Hilmar Þórðarson kynntist nútímatónlist og síðan rafeindamúsík á níunda áratug síðustu aldar hefur hann verið óþreytandi við að tileinka sér nýjustu hugmyndir og tækni í tónlist og eins að fræða aðra. Samhliða því hefur hann samið grúa tónverka sem flutt hafa verið hér á landi og víðar um heim á síðustu áratugum.
Verk:
Óútgefið - Kuuki no Sukima, Niður - Murmur
Óútgefið - Sononymus II Glaðlyndi
Óútgefið - Sononymus for Human Body
Óútgefið - Kuuki no Sukima, Niður - Murmur
Óútgefið - Niðarósómar
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Árni Óla var einn kunnasti og dugmesti blaðamaður landsins á fyrri hluta 20. aldar og var óþreytandi að kynna land og lýð fyrir lesendum Morgunblaðsins. Í þessum þætti verður gluggað í minningabók Árna þar sem hann segir fyrst frá einsetumanni sem hann fór að heimsækja sem blaðamaður og síðan rifjar hann upp minningar sínar frá refaveiðum í æsku.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Saga myndlistar og handíðaskólans, sögur inni í sögum og utangarðssaga fólks með geðræna kvilla, - sögur af ýmsum gerðum einkenna viðfangsefni Víðsjár dagsins. Við kynnum okkur líka jóladagatal Árnastofnunar, sem einmitt inniheldur ýmsa sögulega mola, og minnumst stuttlega hins merkilega myndlistarmanns, Kristjáns Guðmundssonar, sem lést nýverið og markaði mikilvæg spor í sögu íslenskrar myndlistar. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, færir okkur í dag sinn annan pistil í nýrri pistlaröð um samhengi geðheilbrigðis og arkitektúrs og Gauti Kristmannsson rýnir nýútkomna skáldsögu Sigrúnar Pálsdóttur, Blái pardusinn: hljóðbók. Í síðari hluta þáttar tökum við á móti sagnfræðingnum Davíð Ólafssyni, sem er annar höfundur nýrrar bókar um 60 ára skólasögu Myndlistar og handíðaskólans.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Þórður Ingi Jónsson leiðir okkur um bandarísku neðanjarðarsenu rappsins. Að þessu sinni kynnumst við rappara frá Bakersfield, sem kallar sig Kli9se.
Áður en við heyrum um líf hans í Kaliforníu ræðum við við Ásgeir Brynjar Torfason um gervigreindina og bólur í hagkerfinu. Hver eru einkenni bólu? Er gervigreind bóla og mun hún springa?
Fréttir
Fréttir
Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar verður kynnt í fyrramálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Fljótagöng verið sett í fyrsta sæti.
Rússar eru tilbúnir í stríð við Evrópu ef þjóðir álfunnar vilja það, segir forseti Rússlands. Hann sakar Evrópuþjóðir um að spilla fyrir viðræðum um frið í Úkraínu.
Með nýrri túrbínu sem var gangsett í orkuverinu í Svartsengi í gær eykst framleiðsla á raforku um 20 megavött.
Gert er ráð fyrir að ný Miðstöð um öryggisráðstafanir opni 2027 á Hólmsheiði. Fjárlaganefnd lagði til tveggja milljarða króna hækkun á fjárlögum til koma henni á fót.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það eru tvö ár síðan Grindavík var rýmd. 10. nóvember 2023 bjuggu um 3.800 í bænum. Nú eru á níunda hundrað skráðir með lögheimili í Grindavík þó að þeir hafi ekki allir þar næturstað. Grindavíkurnefndin hefur lagt til að í sveitarstjórnarkosningum í vor verði þeim sem áttu lögheimili í Grindavík þegar rýmt var en hafa flutt sig síðan gefinn kostur á að melda sig inn á kjörskrá í Grindavík frekar en að kjósa þar sem þeir nú búa
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda Búlgara knúðu í gær ríkisstjórn landsins til þess að standa við loforð sem hún gaf þjóðinni í síðustu viku en sveik skömmu síðar. Búlgaríuforseti segir bara eitt í stöðunni: Afsögn ríkisstjórnarinnar og nýjar kosningar - sem yrðu þær áttundu á rúmum fimm árum.
Ríó Tinto, sem á álverið í Straumsvík, hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist þess að úrskurður yfirskattanefndar fyrir tveimur árum verði felldur úr gildi. Deilan snýst um þóknun sem álverið hefur greitt móðurfélaginu sínu í hálfa öld.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Fríða elskar hunda og þátturinn í dag er með hundaþema. Hún þurfti ekki að leita langt til að finna viðmælanda sem er sérfræðingur í hundum því mamma hennar var dýralæknir og hundaþjálfari. Hvað eru til margar hundategundir? Hvers vegna bíta hundar? Hvað mega hundar alls ekki borða? Mamma Fríðu, Freyja, svarar öllum þessum spurningum og fleiri til.
Viðmælandi: Freyja Kristinsdóttir, hundaþjálfari.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Í Tónleik dagsins verður leikinn strengjakvartett op. 51 nr. 2 eftir Johannes Brahms. Hann samdi aðeins þrjá strengjakvartetta og var orðinn fertugur áður en sá fyrsti sá dagsins ljós og sá sem við heyrum í dag var annar í röðinni. Það var ekki vegna þess að hann hefði ekki áhuga á forminu, því hann hafði oft reynt að semja á þessu formi, en ekki tekist fyrr en þetta. Brahms var samt meistari kammertónlistarinnar þótt annað form væri honum auðveldara. Engir erfiðleikar heyrast þó á kvartettinum, þetta er falleg og yndisleg tónsmíð sem vel er þess virði að kynnast. Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Niður eftir Eirík Stephensen. Flytjendur: Magga Stína, þeremín ; Horn: Asbjørn Bruun, Emil Friðfinnsson, Maximilian Riefellner, Stefán Jón Bernharðsson ; Básúnur: David Bobroff, Jón Arnar Einarsson, Sigurður Þorbergsson ; Högn Egilsson, stjórnandi ; Eiríkur Stephensen, annar hljóðfæraleikur. Útg. 2025 á plötunni Eirrek
Þegar skrauthnötturinn sól, úr verkinu Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum Guðs - fyrir tvær söngkonur og sex hljóðfæraleikara, eftir Kolbein Bjarnason, samið við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Herdís Anna Jónasdóttir, sópran og Hildigunnur Einarsdóttir, messósópran syngja. Með þeim leika félagar í Caput ensemble undir stjórn Guðna Franzsonar. Meðlimir Caput: Jónas Ásgeir Ásgeirsson, harmóníka; Frank Aarnink og Steef van Oosterhout, slagverk. Útg. 2025.
Úr Hulduljóðum Úr Jónasarlögum Atla Heims Sveinssonar, við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran syngur, Francisco Javier Jáuregui leikur á gítar og útsetur. Útg. 2024 á plötunni Atli Heimir Sveinsson - Sönglög með gítar.
Credo, úr 2. þætti óperunnar Othello eftir Giuseppe Verdi, höfundur libretto er Arrigo Boito. Guðmundur Jónsson, baríton syngur, Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljóðritun gerð í Háskólabíói í apríl 1965.
Austurland eftir Inga T. Lárusson, útsetninguna gerði Jón Þórarinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar.
Afritað af TD-530, upptakan er líklega frá 1964.
Útg. 1998 á plötunni Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur lög úr Íslensku söngvasafni.
Elektra Ensemble leikur tvö verk:
Por una cabeza eftir Carlos Gardel. Gissur Páll Gissurarson tenór syngur með Elektra ensemble.
Libertango eftir Astor Piazzolla. Elektra ensemble flytur. Hljóðritanir gerðar á Nýárstónleikum Elektra Ensemble í Hörpu/Norðurljósum 2017. Elektra ensemble skipa: Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó; Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta; Helga Björg Arnardóttir, klarínetta; Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Margrét Árnadóttir, selló.
Artistry in rhythm eftir Stan Kenton. Flytjendur: Stórsveit Reykjavíkur; Sigurður Flosason, stjórnandi. Hljóðritun frá tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur - Gullöld sveiflunnar 5. janúar, 2025.
That old black magic, eftir Harold Arlen, textann samdi Johnny Mercer. Flytjendur: Stórsveit Reykjavíkur; Sigurður Flosason, stjórnandi; Stefanía Svavarsdóttir, söngur. Hljóðritun frá tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur - Gullöld sveiflunnar 5. janúar, 2025.
Hey love eftir Marínu Ósk Þórólfsdóttur. Marína Ósk og kvartett hennar flytja. (Útg. 2022)
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag köfum við ofan í heilbrigðisvísindasöguna – og tökum fyrir sjúkrasögu Sigmundar Freud, föður nútímasálgreiningar, sem gekkst undir meira en 30 skurðaðgerðir og geislameðferð á 16 ára tímabili vegna þess sem talið var vera munnkrabbamein. Svend Richter, fyrrverandi dósent við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og ritstjóri Tannlæknablaðsins, kíkir til okkar í upphafi þáttar til að ræða þetta og tilgátur um hvort veikindi Freuds hafi mátt rekja til vindlareykinga eða kókaínneyslu.
Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur sinn reglulega hálfsmánaðarlega pistil. Í dag ætlar hann að deila með okkur skoðunum sínum á byggingu Nýs Landspítala.
Og í lok þáttar fáum við til okkar Arnar Pálsson, erfðafræðing við Háskóla Íslands, sem er orðinn hálfgerður fastagestur hér í Samfélaginu. Hann ætlar að segja okkur frá því hvernig SARS-CoV-2-veiran, sem olli covid-faraldrinum, hefur þróast og breyst síðan faraldurinn reið yfir. Er covid núna bara kvefpest? Getur samband okkar við þessa veiru sagt okkur eitthvað um hvernig við hugsum um flókin vísindaleg fyrirbæri. Meira um þetta í síðari hluta þáttarins.
Tónlist í þættinum:
Una Torfadóttir - Það sýnir sig.
DOLLY PARTON - Just When I Needed You Most.
Bob Dylan - Oxford Town.
Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Vellíðan og velsæld á vinnustaðnum skiptir miklu máli. Við eyðum flest svo miklum tíma í vinnunni að það ætti að vera þess virði að vinna að því að líða vel í þeim aðstæðum. Þær Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir eru báðar sérfræðingar og ráðgjafar í mannauðsmálum og þær kenna einmitt þetta í fyrirtæki sínu Auki og þær eru líka með fjögur mismunandi námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ sem tengjast mannauðsmálum þar sem þær meðal annars skoða faglega hegðun og samskipti á vinnustaðnum og erfið starfsmannamál. Við fengum þær til að fræða okkur meira um þetta í dag.
Berklar eru einn lífshættulegasti smitsjúkdómur sem gengið hefur á land hér. Veikin lagðist einkum á ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur. Upp úr 1950 fór að draga úr smitum og dauðsföllum af völdum veikinnar en dánartala berklasjúklinga á Íslandi var ein sú hæsta í Evrópu. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur og hjúkrunarfræðingur kom til okkar í dag en út er komin bókin Berklar á Íslandi sem hún skrifaði, full af fróðleik og frásögnum.
Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur, hún hélt áfram umfjöllun sinni um sykursýki eitt og þá áskorun sem fylgir því að vera með sjúkdóminn. Þorsteinn Hálfdánarson er einn þeirra sem hefur glímt við sjúkdóminn en hann greindist við fimm ára aldur. Hann er 28 ára í dag og á rúmum tveimur áratugum hefur tækninni fleygt fram og tækjabúnaður verður sífellt handhægari og auðveldari í notkun við daglegar insúlíngjafir og blóðsykursmælingar. Hins vegar getur verið mikil áskorun að lifa með þessum sjúkdómi sem kallar á agaðan lífstíl. Öráreitið er daglegt brauð eins og pípandi tæki og óútskýrt blóðsykurfall í tíma og ótíma. Þorsteinn sagði Helgu frá því hvernig er að lifa með sykursýki eitt sem er ólæknandi, enn sem komið er, en hann bindur vonir við að það breytist í framtíðinni.
Tónlist í þættinum í dag:
Það snjóar / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Iller & Norman, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Er líða fer að jólum / Raggi Bjarna (Gunnar Þórðarson, texti Ómar Ragnarsson)
Jólaljósin / Borgardætur (erlent lag, texti Andrea Gylfadóttir)
Jólasólin / Grétar Örvarsson og Páll Rósinkranz (Marks & Marks, texti Kristján Hreinsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Þórður Ingi Jónsson leiðir okkur um bandarísku neðanjarðarsenu rappsins. Að þessu sinni kynnumst við rappara frá Bakersfield, sem kallar sig Kli9se.
Áður en við heyrum um líf hans í Kaliforníu ræðum við við Ásgeir Brynjar Torfason um gervigreindina og bólur í hagkerfinu. Hver eru einkenni bólu? Er gervigreind bóla og mun hún springa?

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Ísland opnaði sendiráð á Spáni í gær, nánar tiltekið í höfuðborginni Madríd. Spánn hefur lengi verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi en þúsundir Íslendinga eiga líka húsnæði á Spáni og fer sú tala vaxandi. Inga Lind Karlsdóttir er kjörræðismaður Spánar á Íslandi og Morgunútvarpið sló á þráðinn til hennar í Madríd.
Þjóðkirkjan hefur kynnt nýtt merki, einfaldan kross á einlitum grunni, ásamt því að setja í loftið nýja vefsíðu. Í pistli á Vísi í gær undir fyrirsögninni Opin þjóðkirkja í sókn sagði biskup Íslands að kirkja í nútímasamfélagi þurfi að hafa alla sína miðla í lagi, jafnt samfélagsmiðla sem og vefsíðu. En hvar liggja sóknarfæri þjóðkirkjunnar eftir stöðuga fækkun undanfarin ár? Morgunútvarpið fékk til sín markaðssérfræðingana Önnu Fríðu Gísladóttur og Magnús Árnason til að kafa ofan í þessa spurningu, nú þegar kristin trú virðist komin í tísku.
Stjórnvöld virðast vera ráðalaus þegar kemur að fíknivanda ungs fólks. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur látið sig málefnið varða og sagðist í pistli á dögunum ekki skilja af hverju fíkn sé skilgreind sem heilbrigðisvandamál hjá fullorðnum en hegðunarvandi hjá unglingum. En er eitthvað að gerast í þessum málum eftir margar hræðilegar fréttir af örlögum ungs fólks sem glímir við fíknivanda? Fjölmörg hafa tjáð sig um málefnið undanfarið en eru stjórnvöld að hlusta? Jón Gnarr ræddi málið í Morgunútvarpinu.
Við erum að sigla út úr afsláttardögum þar sem auglýsingar og aðferðir til að láta okkur líða eins og við séum að missa af bylja á okkur hvert sem litið er. Bergþóra Þorsteinsdóttir sagði okkur frá baráttu sinni við kaupfíkn á dögum sem þessum.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Jólalög eru farin að banka á dyrnar sem er gott og var eitt af mest spiluðu jólalögum allra tíma spilað! Kisu kastalinn breimaði, lasinn Radiohead og Þriðjudagsþemað var að bíða.
Lagalisti þáttarins:
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Minn eini jólasveinn.
DURAN DURAN - Wild Boys.
Laufey - Mr. Eclectic.
Jungle - Keep Moving.
EMILÍANA TORRINI - Heartstopper.
RADIOHEAD - Creep.
CHUCK BERRY - Run Rudolph Run.
Caamp - Mistakes.
Newman, Skye - FU & UF.
KRUMMI - Bona fide (ft. Soffía Björg).
Allen, Lily - Pussy Palace.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
PRINS PÓLÓ - Landspítalinn.
My Morning Jacket - Time Waited.
THE CORAL - 1000 Years.
BAGGALÚTUR & DÍSA JAKOBS - Styttist í það.
THE KINKS - Tired Of Waiting For You.
Helgi Björnsson - Ég Er Að Bíða.
Bubbi Morthens - Ég er að bíða.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Waiting In Vain.
THE VELVET UNDERGROUND - I'm Waiting For The Man.
NEIL YOUNG - I've Been Waiting for You.
THE FLAMING LIPS - Waitin' For A Superman.
LENNY KRAVITZ - I?ll Be Waiting.
Á MÓTI SÓL - Ef þú ert ein.
PRINCE - Kiss.
FRANK SINATRA - Jingle Bells.
Of Monsters and Men - Tuna In a Can.
Salka Sól Eyfeld, Stórsveit Reykjavíkur, Gradualekór Langholtskirkju - Á jólunum er gleði og gaman - kynning (plata vikunnar 2025 49. vika).
Salka Sól Eyfeld, Stórsveit Reykjavíkur, Gradualekór Langholtskirkju - Á jólunum er gleði og gaman.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Á Nýjum Stað.
VILBERG PÁLSSON - Spún.
Ásgeir Aðalsteinsson, la, Valdimar - Karlsvagninn.
R.E.M. - Orange Crush.
Marsibil - Allt eins og það á að vera - Jólalagakeppni Rásar 2 2025.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Retro Stefson - Fram á nótt.
RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!.
Welles, Jesse - Wheel.
Enok og Maja - Mig langar heim á Syðra Hól.
Kristmundur Axel, GDRN - Blágræn.
Harry Nilsson - Many Rivers To Cross.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útgjöld ríkisins aukast um tæplega 20 milljarða króna í fjárlögum næsta árs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á þingi á eftir.
Mataræði Íslendinga versnar og allt of fáir fara eftir ráðleggingum landlæknis, segir verkefnastjóri næringar. 70 prósent fullorðinna hér á landi eru í yfirþyngd eða með offitu.
Ein umsvifamesta vátryggingamiðlun landsins, Tryggingar og ráðgjöf, var staðin að því að fara á svig við lög en er þó enn að. Þúsundir Íslendinga hafa keypt tryggingar og fært lífeyri sinn til erlendra tryggingafélaga í gegnum miðlunina.
Frávísanir á landamærum Íslands hafa margfaldast frá 2021. Flestir sem var vísað frá voru frá Albaníu, Georgíu og Bandaríkjunum.
Tvær árásir voru gerðar á fyrsta skipið sem Bandaríkjamenn réðust á við Venesúela í byrjun september. Þetta var upphafið að hrinu slíkra árása. Tveir skipverjar höfðu lifað fyrri árásina af.
Það er titringur í sjávarplássum sem treysta á skelbætur og línuívilnun, eftir að ráðherra úthlutaði þeim helmingi minna en í fyrra. Ekki er enn ljóst hversu mikið strandveiðimenn fá að veiða á komandi sumri.
Formaður landskjörstjórnar segir enn langt í að hægt sé að kjósa alfarið rafrænt hér á landi.
Milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta hefst í dag. Íslenska landsliðið mætir liði Svartfjallalands í fyrsta leik sínum í milliriðlinum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Ásdís kom í heimsókn frá Berlín, en hún fékk útflutningsverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna í gær. Agnes Björt og Stefán Finnbogason úr Sykri og Egill Gauti úr Inspector Spacetime kíktu í heimsókn líka og sögðu frá tónleikum í næstu viku. Jólalagakeppni Rásar 2 fékk gott sömuleiðis gott pláss. Plata vikunnar er Í takt við jólin með Sölku Sól og Stórsveit Reykjavíkur.
Jazzkonur – Ef ég nenni
Suzanne Vega – Luka
Lola Young – Dealer
Hjaltalín – Love from 99
Ásta – Ástarfundur á jólanótt (Jólalagakeppni Rásar 2 2025)
Billie Eilish – Lunch
Stórsveit Reykjavíkur, Salka Sól Eyfeld – Jólasveinar einn og átta
Daft Punk – Lose Yourself to Dance
Ásdís – Touch Me
Daði Freyr & Ásdís – Feel the Love
Ásdís – Pick Up
Ásdís & Purple Disco Machine – Beat of Your Heart
Björgvin Halldórsson – Verði ég bara heima um jólin
Noisettes – Never Forget You
Andri Eyvinds – Bakvið ljósin (Jólalagakeppni Rásar 2 2025)
Laufey – Mr. Eclectic
Traveling Wilburys – Handle with Care
Quarashi – Stars
Páll Óskar Hjálmtýsson & Benni Hemm Hemm – Undir álögum
Björk – Hyperballad
Prins Póló – París Norðursins
Baggalútur – Kósíheit par excelans
Berglind Magnúsdóttir – Jólagjöfin í ár! (Jólalagakeppni Rásar 2 2025)
Obongjayar – Give Me More
Stefán Hilmarsson – Það má lyfta sér upp
Birnir & Tatjana – Efsta hæð
Stórsveit Reykjavíkur, Salka Sól Eyfeld – Jólasveinar ganga um gólf
Sycamore Tree – Forest Rain
Eurythmics – Here Comes the Rain Again
Matthias Moon – Vor
Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir – Jólailmur
Sykur – Reykjavík
Inspector Spacetime – Dansa og bánsa
Sykur - Svefneyjar (Inspector Spacetime Remix)
Diana Ross – Upside Down
Bríet – Sweet Escape
Músík og matur – Aðfangadagskvöld (Jólalagakeppni Rásar 2 2025)
Olivia Dean – So Easy (To Fall in Love)
Iceguys – María Mey
Beyoncé – Bodyguard
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Íslendingar eru þyngstu íbúar Norðurlandanna samkvæmt niðurstöðum NORMO 2025, skýrslu um matvæli og heilsu. Almennar niðurstöður eru að fólk á Norðurlöndum borði óhollt og of mikið, hreyfi sig of lítið og að ofþyngd sé orðin algengari. Við ræddum þetta mál við Hólmfríði Þorgeirsdóttur næringarfræðing hjá embætti landlæknis.
Við settum okkur í samband við Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritara okkar á Spáni og hann sagði okkur frá hræðilegu einelti í spænskum skólum sem hefur leitt til sjálfsvíga og svo sagði hann okkur frá undrabarninu Rósalíu sem er að slá í gegn með nýju plötunni sinni.
Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og íbúi í Breiðholti skrifaði áhugaverða grein á Vísi þar sem hún veltir fyrir sér hvað valdi því að 19% barna í borginni nýti ekki frístundastyrkinn sinn sem nemur 75 þúsund krónum á hvert barn á aldrinum 6 til 18 ára. Vilja þau ekki taka þátt? Eru þau áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Sara Björg kom til okkar.
Í síðustu viku bárust af því fréttir að frægasti hrafn Íslands væri týndur. Krumminn, sem heitir Dimma, kom sem betur fer í leitirnar nokkrum dögum síðar. Eigandi Dimmu er Jóhann Helgi Hlöðversson og hann kom til okkar ásamt Dimmu og þau sögðu okkur frá einstöku sambandi þeirra.
Fjölmiðlakonan og leiðsögumaðurinn Sigrún Stefánsdóttir kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að fjallgöngum þrátt fyrir að vera orðin 78 ára gömul. Á dögunum lenti hún í sjálfheldu í fjallshlíð í útjaðri framandi Granada borgar á Spáni og mun aldrei framar tuða yfir ferðamönnum sem lenda í hrakningum á Íslandi. Sigrún ræddi við okkur.
Fréttir
Fréttir
Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar verður kynnt í fyrramálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Fljótagöng verið sett í fyrsta sæti.
Rússar eru tilbúnir í stríð við Evrópu ef þjóðir álfunnar vilja það, segir forseti Rússlands. Hann sakar Evrópuþjóðir um að spilla fyrir viðræðum um frið í Úkraínu.
Með nýrri túrbínu sem var gangsett í orkuverinu í Svartsengi í gær eykst framleiðsla á raforku um 20 megavött.
Gert er ráð fyrir að ný Miðstöð um öryggisráðstafanir opni 2027 á Hólmsheiði. Fjárlaganefnd lagði til tveggja milljarða króna hækkun á fjárlögum til koma henni á fót.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það eru tvö ár síðan Grindavík var rýmd. 10. nóvember 2023 bjuggu um 3.800 í bænum. Nú eru á níunda hundrað skráðir með lögheimili í Grindavík þó að þeir hafi ekki allir þar næturstað. Grindavíkurnefndin hefur lagt til að í sveitarstjórnarkosningum í vor verði þeim sem áttu lögheimili í Grindavík þegar rýmt var en hafa flutt sig síðan gefinn kostur á að melda sig inn á kjörskrá í Grindavík frekar en að kjósa þar sem þeir nú búa
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda Búlgara knúðu í gær ríkisstjórn landsins til þess að standa við loforð sem hún gaf þjóðinni í síðustu viku en sveik skömmu síðar. Búlgaríuforseti segir bara eitt í stöðunni: Afsögn ríkisstjórnarinnar og nýjar kosningar - sem yrðu þær áttundu á rúmum fimm árum.
Ríó Tinto, sem á álverið í Straumsvík, hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist þess að úrskurður yfirskattanefndar fyrir tveimur árum verði felldur úr gildi. Deilan snýst um þóknun sem álverið hefur greitt móðurfélaginu sínu í hálfa öld.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Ásgeir Trausti Einarsson - Sugar clouds.
Bríet - Sweet Escape.
Einar Ágúst og Gosarnir - Léttur yfir jólin.
Gosarnir - Léttur yfir jólin.
Fílaskó Tríó - Áfram með snuðið.
Einar Ágúst Víðisson - Léttur yfir jólin.
Júlí Heiðar, Dísa - Fyrstu jólin okkar.
HúbbaBúbba - Essasú.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Páll Óskar , Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
SMASHING PUMPKINS - Christmastime.
VILBERG PÁLSSON - Spún.
THE LUMINEERS - Blue Christmas.
Carlile, Brandi - Returning To Myself.
Addison Rae - Headphones On.
Stafrænn Hákon - Heima um jólin.
IDLES, Gorillaz - The God of Lying.
Ella Eyra - Hell yeah.
Samúel Samúelsson Big band - Last Christmas (ft. Valdimar Guðmundsson)
Pulp - The Man Comes Around.
Lily Allen - Pussy Palace.
JACKSON 5 - I Saw Mommy Kissing Santa Claus.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Isoebel, Prins Thomas - Linger (Original Version).
Goose - Madalena.
Portugal. The man - Tanana.
WEEZER - O Holy Night.
Geese - Cobra.
Rolling Stones, The - I Love Ladies.
THE SHINS - Wonderful Christmastime.
Turnstile - LOOK OUT FOR ME
Pretty Reckless, The - For I Am Death.
Cigarettes After Sex - The Crystal Ship.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það snjóar.
Sampa the Great, Mwanjé - Can't Hold Us.
Birnir, Floni - Lífstíll.
FKA twigs - HARD.
Romy - Love Who You Love.
PinkPantheress - Illegal
YELLO - Jingle Bells.
Water From Your Eyes - Playing Classics.
Ylja - Have yourself a merry little Christmas.
Cameron Winter - Love Takes Miles
Bahamas - The Bridge.
Bríet - Sweet Escape
Tyler Ballgame - I Belive In Love
Purumenn - Fyrir jól
Courtney Barnett - Stay in your Lane
Valdimar - Karlsvagninn
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Það er fyrsti í aðventu í dag og við verðum í aðventufötunum í seinni hluta Rokklands í dag – heimsækjum Jonna í Reyjavík record Shop á Klapparstígnum og hann velur fyrir okkur 5 jólalög sem passa fyrir fyrsta í aðventu og heyra aðeins um búðina hans og hvað hann er að gefa út líka.
Svo er það Pétur Ben og nýja platan hans sem heitir Painted Blue, þriðja sólóplatan hans á 19 árum.
Pétur hefur líka samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti – td. Kvikmyndina Málmhaus og þáttaröðina Fangar og Pétur hlaut Edduverðlaun fyirr hvort tveggja.
Hann hefur unnið líka sem upptökustjóri – útsetjari og gítarleikari fyrir hina og þessa - Nick Cave og Warren Ellis, Mugison, Efterklang, Oyama, Slowblow, Valdimar, Sóley, Amiina, Lay Low og Emiliönu Torrini og Bubba.
Svo minnumst við Jimmy Cliff sem lést síðasta mánudag – 81 árs, en Jimmy Cliff er einn af merkisberum Reggí-tónlistarinnar og á stóran þátt í því að fólk opnaði eyrun fyrir reggí-músíkinni frá Jamaíka.