12:40
Sunnudagssögur
Rakel Sigurðardóttir
Sunnudagssögur

Umsjón: Ýmsir.

Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Rakel Sigurðardóttur andlegan einkaþjálfara um líf hennar og starf. Rakel ólst upp í Grafarvoginum, lífsglöð og hress stelpa sem var dugleg í íþróttum, félagslífi og leiklist en gekk ekki alveg jafn vel í skólanum. Rakel glímdi við lesblindu og skólinn reyndist krefjandi og á tímum erfiður fyrir hana. Með elju og dugnaði og hjálp foreldra tókst Rakel að klára stúdentspróf og þaðan lá leið hennar til Ástralíu þar sem hún starfaði sem Au Pair í 8 mánuði. Eftir það lá leiðin í HÍ en Rakel fann sig ekki og var hún staðráðin að sækja um í leiklistarnám. Hún komst ekki í gegnum síuna hér á landi en ákvað þá að fara til Englands í leiklistarnám. Rakel upplifði kvíða að námi loknu og fór að vinna með sjálfa sig í sjálfsrækt sem hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á. Í dag starfar hún sem andlegur einkaþjálfari og nýtur sín mjög í því starfi.

Er aðgengilegt til 27. maí 2024.
Lengd: 1 klst. 15 mín.
,