Bíll, við þurfum að ræða saman

Bíllinn aftengir

Arnar veltir fyrir sér innbyrðis tengslum ástarsambanda, bílbundnum lífsstíls og ímyndarinnar um hina hefðbundnu íslensku leið.

Hvernig aftengir bíllinn okkur? Hvaða áhrif hefur bílmiðað borgarskipulag á nánd? Fjallað er um tæknivæðingu nútímans, félagslega einsleitni, andlitsleysi og það svína á Guðrúnu.

Þáttagerð: Arnar Geir Gústafsson og Snorri Rafn Hallsson.

Viðmælendur: Hildigunnur Sverrisdóttir og Viðar Halldórsson.

Frumflutt

27. maí 2023

Aðgengilegt til

27. maí 2024
Bíll, við þurfum að ræða saman

Bíll, við þurfum að ræða saman

Í þessari þáttaröð hættir Arnar með bílnum, eða allavega endurskoðar samband sitt við hann.

Þáttasería um ástarsambönd og sambandsslit, borgarskipulag og óreiðu, rúntinn, bílaþvott, tæknilega skynsemishyggju, sjálfstæði og ósjálfstæði.

Við getum ekki haldið áfram treysta á bílinn sem aðal ferðamáta okkar. En af hverju er það svona erfitt? Ég elska bílinn. Ég veit ekki hvernig ég gæti lifað hér án hans, ég elska keyra, ég tengingu við sjálfan mig og aðra í honum. Hann hreyfanleg rót í mínu lífi.

En bökkum aðeins. Hvernig varð þetta svona? Hvernig getur málmílát með vél og gúmmídekkjum orðið órjúfanlegur partur af sjálfi okkar og þjóð? Hvað gerist þegar draumkenndu hveitibrauðsdagar okkar með bílnum eru taldir? Þurfum við kveðja bílinn alfarið eða getum við fundið jafnvægi í sambandi okkar sem þjónar báðum aðilum?

Þáttagerð: Arnar Geir Gústafsson og Snorri Rafn Hallsson.

Þættir

,