Litli rauði trékassinn: Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi og vinir

Halldór Laxness í Unuhúsi

Halldór Guðjónsson frá Laxnesi kemur fyrst í Unuhús 17 ára gamall, 1919, þá stíga sín fyrstu skref sem skáld. Unglingurinn kynnist og hrífst af Erlendi og öðrum skáldum sem þegar hafa vanið komur sínar í Unuhús og gerir fljótt táknmynd úr Erlendi. Vinskapur þeirra er sýnilegur í bréfum þeirra á milli og nánast eins og Erlendur gangi Halldóri í föðurstað. Eftir Erlendur deyr tileinkar Halldór honum Atómstöðina, og þar sjá menningu innblásna af Unuhúsi. Hinseginrýmið Unuhús verður rætt með tilliti til Atómstöðvarinnar og Þórðar Sigtryggssonar. Módernisminn, blómin, bækurnar...

Viðmælendur eru Halldór Guðmundsson rithöfundur, Ásta Kristín Benediktsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og Pétur Gunnarsson rithöfundur.

Frumflutt

28. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litli rauði trékassinn: Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi og vinir

Litli rauði trékassinn: Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi og vinir

Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi var velgjörðamaður listamanna á fyrrihluta tuttugustu aldar og ásamt móður sinni Unu Gísladóttur rak Unuhús, litla rauða timburhúsið í Garðastræti. Í þremur þáttum tileinkuðum Erlendi kynnumst við manninum gegnum augu vina hans, þeirra Þórbergs Þórðarsonar, Halldórs Laxness og Nínu Tryggvadóttur. Í Unuhúsi var rekið gistiheimili og voru þar haldnar kvöldvökur þar sem list, pólitík, heimsmál, heimspeki og trúmál voru rædd í þaula og gera ráð fyrir hafi verið skjól fyrir bæði fólk sem átti ekki í önnur hús venda sem og róttæka hugmyndafræði. Verður sjónum einnig beint rýminu Unuhúsi og því sem einkenndi það, sem og listinni sem var brjótast upp á yfirborðið á þessum tíma.

Viðmælendur eru Pétur Gunnarsson, Soffía Auður Birgisdóttir, Jón Karl Helgason, Rósa Magnúsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson.

Umsjón hefur Sunneva Kristín Sigurðardóttir.

Þættir

,