Litli rauði trékassinn: Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi og vinir

Þórbergur og Erlendur

Þórbergur Þórðarson kemur í Unuhús árið 1913 og hittir þá fyrst stórvin sinn Erlend Guðmundsson og móður hans Unu Gísladóttur. Mæðginin bjarga Þórbergi frá sulti sem vill alla tíð skrifa bók um Unuhús en lætur ekki verða því nema viðtalsbók við Stefán frá Hvítadal, Í Unuhúsi. Í verkum Þórbergs koma þó fram lýsingar á Unuhúsi og Erlendi, í dagbókum og síðast drögum bréfi til Erlendar yfir í annan heim. Þórbergur og Laxness áttu í ritdeilum um Erlend og velta upp pólitískri sannfæringu Erlendar sem og hinni réttu mynd mannsins. Kvöldvökurnar, sósíalisminn, snúðarnir...

Viðmælendur eru Soffía Auður Birgisdóttir hugvísindamaður við rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði, Jón Karl Helgason prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og Pétur Gunnarsson rithöfundur.

Frumflutt

27. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litli rauði trékassinn: Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi og vinir

Litli rauði trékassinn: Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi og vinir

Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi var velgjörðamaður listamanna á fyrrihluta tuttugustu aldar og ásamt móður sinni Unu Gísladóttur rak Unuhús, litla rauða timburhúsið í Garðastræti. Í þremur þáttum tileinkuðum Erlendi kynnumst við manninum gegnum augu vina hans, þeirra Þórbergs Þórðarsonar, Halldórs Laxness og Nínu Tryggvadóttur. Í Unuhúsi var rekið gistiheimili og voru þar haldnar kvöldvökur þar sem list, pólitík, heimsmál, heimspeki og trúmál voru rædd í þaula og gera ráð fyrir hafi verið skjól fyrir bæði fólk sem átti ekki í önnur hús venda sem og róttæka hugmyndafræði. Verður sjónum einnig beint rýminu Unuhúsi og því sem einkenndi það, sem og listinni sem var brjótast upp á yfirborðið á þessum tíma.

Viðmælendur eru Pétur Gunnarsson, Soffía Auður Birgisdóttir, Jón Karl Helgason, Rósa Magnúsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson.

Umsjón hefur Sunneva Kristín Sigurðardóttir.

Þættir

,