06:50
Morgunútvarpið
13. júlí - Flugvellir, sjávarútvegur, veður, hálendisvakt
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson.

Fjöldi flugvalla í leiðarkerfi íslensku flugfélaganna glímir við mann­eklu þessa dagana sem komið hefur fram í töfum og jafnvel aflýsingu á flugum. Sums staðar, eins og á Schiphol í Amsterdam, er mannekla það mikil að Icelanda­ir hef­ur þurft að grípa til þess ráðs að senda eigið starfs­fólk utan til að aðstoða við hleðslu flug­véla og afgreiðslu far­ang­urs. Er þetta gert til að halda áætlun enda gríðarlega kostnaðarsamt ef áætlun fer úr skorðum. Fólk á rétt á fébótum til að mynda ef það missir af tengiflug o.s.frv. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála hjá Icelandair, fór yfir þessi mál með okkur.

Í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík hafa ýmsar spurningar vaknað um samþjöppun í eignarhaldi á sjávarútvegsfyrirtækjum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir til að mynda á Facebook síðu sinni að yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni gefur þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra verður sterk gagnvart stjórnvöldum. Nú hefur líka verið bent á það að Síldarvinnslan er félag á markaði og eignahluturinn dreifður og því væri gegnsæi í eigendahópnum meiri en ella. En Oddný vill að stjórnmálamenn þori að taka lögin um fiskveiðistjórnunarkerfið til endurskoðunar. Tími nefnda og skýrslna um málið sé liðinn. Oddný var gestur okkar í Morgunútvarpinu.

Sumarið hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar fram að þessu og nú stefna lægðir að landinu. En verður þetta svona áfram eða eigum við von á betri tíð síðsumars? Við hringdum í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing og spáðum í veðurspilin.

Þegar gular viðvaranir koma ítrekað frá Veðurstofunni, í júlí af öllum mánuðum, er ekki úr vegi að kanna líkastöðuna á hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Fjöldinn allur af ferðamönnum eru á hálendinu og hluti þeirra ekki alltaf viðbúinn slíku veðri. Í síðustu viku var til að mynda nokkrum ferðamönnum bjargað köldum og hröktum af Hálendisvaktinni. Á línunni hjá okkur var Pétur Björnsson Guðmundsson björgunarsveitarmaður en hann var staddur í Dreka, norðan Vatnajökuls.

Tónlist:

Mono Town - Peacemaker.

Bastille - Shut off the lights.

Of Monsters and Men - Little talks.

George Ezra - Green green grass.

U2 - Beautiful day.

Una Torfadóttir - En.

Foreigner - Waiting for a girl like you.

Emilíana Torrini - Baby blue.

Sting - Brand new day.

Mannakorn - Sumar hvern einasta dag.

The Black Keys - Gold on the ceiling.

Friðrik Dór - Dönsum eins og hálfvitar.

Var aðgengilegt til 13. júlí 2023.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,