18:00
Kvöldfréttir
Kvöldfréttir 13. júlí 2022
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Bæjarstjóri Akraness segir að gæta verði jafnræðis í útfærslu veggjalda svo íbúar landsbyggðarinnar verði ekki hlunnfarnir. Bæjaryfirvöldum hugnist illa ef gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum yrði hafin á ný.

Heilbrigðisráðherra segir fjórðu bólusetninguna fyrir 60 ára og eldri gegn COVID-19 verða í boði í haust miðað við þau áform sem eru uppi. Lyfjastofnun og sóttvarnarstofnun Evrópu mælast til þess að 60 ára og eldri fái fjórða skammtinn.

Borgarfulltrúi í Moskvu þarf að sitja tvo mánuði í gæsluvarðhaldi áður en réttarhöld hefjast yfir honum fyrir að hafa gagnrýnt innrás rússneska hersins í Úkraínu. Hann á tíu ára fangelsi yfir höfði sér verði hann sakfelldur.

Stjarneðlisfræðingur segir að vænta megi margra uppgötvana í stjörnufræði á næstu árum með tilkomu nýs geimsjónauka.

Breti sem skipulagði 14 daga hjólahringferð um Ísland bíður enn eftir hjólinu sínu, 10 dögum eftir komuna til landins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,