12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 13. júlí 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Stjórnarandstöðuþingmenn af Suðurnesjum óttast að starfsemi Vísis og stór hluti af kvóta Suðurnesjamanna verði fluttur af svæðinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast hvorki um störf né kvóta Grindvíkinga.

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir það hljóma afskaplega illa ef rukka á veggjöld í jarðgöngum. Íbúar á svæðinu þurfi daglega að fara um jarðgöng til að sækja þjónustu.

16 milljarða króna styrkur Evrópusambandsins til Carbfix er mikil viðurkenning fyrir íslenska nýsköpun segir framkvæmdastýra fyrirtækisins.

Landsbankinn og Íslandsbanki reikna með að verðbólga mælist á bilinu 9,2 til 9,3 prósent í júlí, sem yrði sú mesta í tæplega þrettán ár.

Forsætisráðherra Srí Lanka hefur skipað her og lögreglu landsins að grípa til allra tiltækra ráða til að halda stjórnarandstæðingum í skefjum. Neyðarástandi hefir verið lýst yfir og forsetinn er flúinn úr landi.

Ríflega þúsund Danir hafa sótt um bætur vegna aukaverkana af bólusetningu gegn kórónuveirunni. 32 umsóknir hafa verið samþykktar.

Víkingingur féll úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær eftir viðureign við sænska stórliðið Malmö.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,