16:05
Tengivagninn
Kamilla Einarsdóttir, papýrus, GMT og Ukulele frá 1946
Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Við hefjum þátt dagsins á viðtali við rithöfundinn Kamillu Einarsdóttur. Þessa dagana er hún að pakka lífi sínu ofan í kassa og flytja eftir 12 ár í sömu íbúð. Þema viðtalsins er því flutningar og valdi hún lög í þemanu.

Um þessar mundir stendur yfir Lista- og menningarhátíð fjarðabyggðar, Innsævi, við fengum Önnu Róshildi Benediktsdóttur hingað í Tengivagninn sem er ein þeirra listamanna sem tekur þátt í hátíðinni í ár. Hún ætlar að setja upp örverk í vinnslu, GMT, ásamt vinkonum sínum úr Listaháskóla Íslands.

Katelin Marit Parsons er nýdoktor við Árnastofnun og rannsakar handrit skálda og vesturfara. Í sumar verður hún með pistlaröð um pappír og í sínum öðrum pistli fjallar hún um Papýrus. Papýrus var notaður við skriftir árþúsundum saman en hætt var að framleiða lengjur úr papýrus um það leyti sem handritamenning barst fyrst til Íslands. Papýrus er þó ekki alveg óþekktur hérlendis, þökk sé sænskum Nóbelsverðlaunahafa.

Við heyrum brot úr kistu Ríkisútvarpsins frá árinu 1946. Jón Múli Árnason fékk danskan tónlistarmann í heimsókn í þáttinn Lög og létt hjal, sem lék fyrir hann lög á ukulele.

Var aðgengilegt til 13. júlí 2023.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,