11:03
Sumarmál
Villigarðar, á dráttarvél um Vestfirði, hlaðvörp og sjónvarp
Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, blóm, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Guðmundur Pálsson.

Við ætlum að fræðast aðeins um villigarða og hugmyndafræðina þar að baki, þetta er í einföldustu mynd sú pæling að leyfa náttúrunni í garðinum þínum sem og annars staðar að gera það sem hún vill, án þess að mannfólkið sé alltaf að slá, stinga upp og vesenast eitthvað. Einn þeirra sem hefur tileinkað sér þetta er Rúnar Ingi Hannah og við ræðum við hann.

Í dag hefst heilmikið ferðalag æskuvinanna Grétars Gústavssonar og Karls Friðrikssonar. Þeir ætla að aka Vestfjarðahringinn á gömlum dráttarvélum, svipuðum þeim sem þeir óku um í sveitinni fyrir nokkrum áratugum. Ferðalag vinnanna er til styrktar góðu málefni - það er söfnun Barnaheilla fyrir Vináttu, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einleti. Við heyrum í þeim félögum.

Ása Baldursdóttir kemur svo til okkar og mælir með forvitnilegu og skemmtilegum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum, hún lítur reglulega við hjá okkur í Sumarmálum. Í dag ætlar Ása að fjalla um trójuhest sem er ekki allur þar sem hann sýnist - eins og er gjarnan með trójuhesta - hlaðvarpsseríu þar sem dularfullt bréf leikur aðalhlutverkið sem og sjónvarpsþætti, heimsendaþætti, þar sem veira tekur yfir og Drottninguna eftir Árna Ólaf Ásgeirson, þætti sem eru aðgengilegir á streymisveitunni Netflix.

Fugl og blóm dagsins verða líka á sínum stað.

Var aðgengilegt til 13. júlí 2023.
Lengd: 55 mín.
,