06:50
Morgunvaktin
Þroskahjálp, Sameiningarkirkjan og miðlanotkun ungmenna
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að þrátt fyrir samtöl við sveitarstjórnarfólk fyrir kosningar í vor þá valdi málefnasamningar sveitarstjórna um landið miklum vonbrigðum. Þar er lítið, ef eitthvað, fjallað um réttindi, tækifæri og hagsmuni fatlaðs fólks.

Trúarsöfnuðurinn Sameiningarkirkjan, eða svokallaðir Moonies eða moonistar, eru í deiglunni eftir morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans ? en morðingi Abes kenndi söfnuðinum um að féflétta móður sína. Söfnuðurinn var hvað mest áberandi á sjöunda og áttunda áratugnum og þekktur fyrir gríðarstór fjöldabrúðkaup ? umsvif hans hafa þó verið mun meiri. Vera Illugadóttir fór yfir sögu og starfsemi safnaðarins.

Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var gestur Amöndu Guðrúnar Bjarnadóttur fréttamanns á Akureyri. Þau ræddu tækjaeign barna og ungmenna og skaðlega umræðu sem þau upplifa á netinu.

Tónlist:

Ég leitaði blárra blóma - Hörður Torfason,

Miss You - Rolling Stones,

The Needle and the Damage done - Neil Young,

Pretty Face - Sóley Stefánsdóttir.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,