12:42
Þetta helst
Forsöguleg risatré í lífshættu
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Nú geisar gróðureldur sem ógnar hundruðum risarauðviða í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Eldarnir breiðast hratt út og búið er að loka hluta þjóðgarðsins. Eldurinn hefur margfaldast síðustu sólahringa og í gær höfðu brunnið ríflega 2.700 akrar af gróður- og skóglendi í þessum heimsfræga þjóðgarði Bandaríkjanna, sem eru sömuleiðis heimkynni risarauðviðarins, eða risafurunnar, það fer eftir því hverja þú spyrð - en þetta eru óumdeilanlega stærstu lífverur jarðarinnar. Og þessi stórkostlegu tré eru í útrýmingarhættu. Slökkviliðsfólk Kaliforníu er nú, eins og svo oft áður, í kapphlaupi við tímann til að reyna að hefta útbreiðslu eldanna - en ekki síst til að bjarga þessum forsögulegu verum frá eyðileggingu.

Í Þetta helst í dag lítum við til Kaliforníu, opnum gamlar blómabækur og fáum álit sérfræðings á þessum stórmerkilegu plöntum sem ganga undir alls konar nöfnum, en eru þó alls ekki furur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,