22:05
Konsert
Ásgeir, GDRN, Moses Hightower og Hjálmar - Látum okkur streyma
Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Í Konsert í kvöld rifjum við upp tónleikaröðina Látum okkur Streyma sem Hljómahöllin í Reykjanesbæ bauð uppá vorið 2020. Þegar Covid skall á í upphafi ársins 2020 og ekkert var að gera í Hljómahöllinni og jafn lítið að gera hjá tónlistarmönnum landsins datt þeim í Hljómahöllinni í hug að setja í gang streymi-tónleikaröð til að létta lund og fólki lífið. Hljómahöllin hafði samband við nokkra tónlistarmenn og allir voru klárir. Bakhjarl Hljómahallarinnar var Reykjanesbær sem styrkti verkefnið sérstaklega.

Og seinna hlutann í mars, allan apríl og fram í maí voru vikulegir tónleikar á fimmtudagskvöldum úr Hljómahöllinni undir yfirskriftinni; Látum okkur streyma. Þessu var streymt á Facebook síðu Hljómahallarinnar, og tónleikunum var líka útvarpað beint á Rás 2 og þeir sýndir á RÚV 2.

Þeir sem komu fram í þessari tónleikaröð voru GDRN, Moses Hightower, Hjálmar, Ásgeir Trausti, Kælan Mikla, Auður og Mammút.

Í Konsert vikunnar heyrum við brot af því besta frá fyrstu fjórum Látum okkur streyma tónleikunum; GDRN, Moses Hightower, Hjálmar og Ásgeir Trausti.

Var aðgengilegt til 11. nóvember 2022.
Lengd: 1 klst. 49 mín.
e
Endurflutt.
,