18:00
Spegillinn
11. 11 2021. Glasgow. Flóttamenn notaðir sem vopn. Bresk spilling.
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sunnlendingar fundu vel fyrir jarðskjálfta af stærðinni 5,2 sem varð skammt suður af Heklu í dag. Ekki er vitað um tjón af völdum hans og ekki talið að skjálftinn sé undanfari eldsumbrota.

Von er á hertum sóttvarnaaðgerðum eftir metfjölda Covid-smita þrjá daga í röð. Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara segir hrikalegt að hugsa til þess að öllu verði skellt í lás.

Landsmenn sækja í sólina sem aldrei fyrr eftir að smitum fór að fjölga. Sölustjóri hjá Vita segir sprengingu hafa orðið í sölu utanlandsferða í haust.

Boeing flugvélasmiðjurnar axla ábyrgð á flugslysi sem varð í Eþíópíu árið 2019. Ættingjum þeirra sem fórust verða greiddar bætur.

Lengri umfjallanir ( frá mínútu 10 )

Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur, fréttamann um árangur viðræðna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og stemmninguna á ráðstefnusvæðinu.

Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að nú sé lögð aðaláhersla á að bjarga mannslífum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ekkert ríki megi nýta sér neyð örvæntingarfulls fólks í pólitískum tilgangi. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Elisabeth Arndorf Haslund.

Breskir þingmenn mega sinna launuðum störfum auk þingmennskunnar en það er haft eftirlit með að þeir brjóti ekki reglur. Viðleitni Borisar Johnsons forsætisráðherra til að breyta reglunum þegar stjórnarþingmaður braut þær hefur opnað flóðgáttir spillingarumræðu, sem gæti skaðað stjórnina. Sigrún Davíðsdóttir setur umræðuna nú í sögulegt samhengi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,