16:05
Síðdegisútvarpið
11. nóvember
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Jarðskjálfti upp á 5,2 stig varð á suðurlandi laust fyrir klukkan hálf tvö í dag. Margir hugsa til Heklu og hvort hún sé nú farin að huga sér til hreyfings en svo mun víst ekki vera. Við heyrum í Páli Einarssyni jarðfræðingi og hringjum líka í Drífu Hjartardóttur á Keldum sem fann skjálfta dagsins vel á eigin skinni.

Loftslagsráðstefna sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow lýkur á morgun. Það þykir ljóst að þörf er á kröftugum aðgerðum til að mögulegt sé að sporna við þeirri ógnvekjandi þróun sem blasir við okkur í loftslagsmálum. Kína og Bandaríkin tilkynntu í gær að þjóðirnar ætluðu að leggja fram sameiginlega aðgerðaáætlun í loftslagsmálum en hverju mun sú aðgerðaáætlun breyta? Hvaða vitum við um gang samningaviðræðna ráðstefnunnar og við hverju er búist? Við heyrum í Tinnu Hallgrímsdóttur formanni Ungra umhverfissinna, hún hefur verið á vaktinni á ráðstefnunni.

Liverpool samfélagið titrar vegna frétta af endurkomu Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildina en Gerrard er nýráðinn framkvæmdastjóri Aston Villa. Mörgum þykir það skrýtin tilhugsun að hr. Liverpool sjálfur muni stjórna liði sem reynir að sigra hans gamla félag í mikilvægum keppnisleikjum. Sjálfskipaður formaður Liverpool samfélagsins er Sólmundur Hólm. Við heyrum í Sóla.

Fjölmiðlum barst yfirlýsing í gær frá aðstandendum skipulagðra tónleika og viðburða. Þar sagði meðal annars ?Við undirrituð...., viljum vekja athygli a? mikilvægi þess að þrengja ekki enn frekar að a?byrgu viðburðhaldi a? næstu vikum og ma?nuðum.... Við ... erum þess fullviss að við getum boðið fo?lki upp a? o?rugga leið til þess að njo?ta menningar og skemmtunar a? skipulo?gðum sitjandi viðburðum? En hver er þessi örugga leið? Og hvað er í húfi? Ísleifur Þórhallsson einn talsmanna hópsins kemur í Síðdegisútvarpið.

Í dag er þjóðhátíðardagur Grímseyinga og að baki honum er skemmtileg saga. Hátíðarhöld hafa verið í eyjunni í dag og við verðum með Ragnildi Hjaltadóttur íbúa í Grímsey á línunni að segja okkur betur frá.

Við heyrum líka í Þórólfi Guðnasyni og ræðum stöðuna sem komin er upp en fjöldi smita í gær voru 200.

Var aðgengilegt til 11. nóvember 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,