Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Arnaldur Máni Finnsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá Íslandsbanka, hefur lengi velt fyrir sér ýmsu er varðar peninga. Bók hans Peningar kom nýverið út og þar er fjallað um peninga frá ýmsum hliðum. Bókin og svört verðbólguspá greiningardeildar Íslandsbanka voru til umræðu.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og fjallaði um samskipti Íslands og Færeyja en nýverið kom út skýrsla varðandi samskipti eyjanna. Bogi ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um skýrsluna og samband landanna. Jafnframt var aðeins komið inn á vitnaleiðslur í stóra minkamálinu sem nú standa yfir í Kaupmannahöfn. Mogens Jensen, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, segir í dag sína hlið á málinu.
Rebekka Blöndal jazzsöngkona er mikill aðdáandi Billie Holiday og syngur lög hennar á tónleikum á Borgarbókasafninu í dag og næstu daga.
Tónlist: With you og Stjörnur stara með Rebekku Blöndal - Rebekka Blöndal. You've Changed og Trav'lin light með Billie Holiday.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Hrund er skólastjóri Hrafnagilsskóla og segir frá starfinu þar og samverustundinni með nemendum sem er á hverjum degi. Hrund var að skrifa sína fyrstu ungmennabók en sagan byggir á þjóðsagnararfi Íslendinga og tengir saman tvo heima, raunheima sem við þekkjum öll og hulduheima sem færri þekkja.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir
Sérfræðingur vikunnar í þetta sinn var Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Hún talaði um og kom með ráðleggingar fyrir vetrarverkin, inniplönturnar og fleira. Það þarf að ýmsu að huga á veturna í þessu tilliti og svo í seinni hluta þáttarins svaraði Guðríður spurningum sem hlustendur hafa sent inn á netfang þáttarins, [email protected]. Til dæmis þessum: Er í lagi að klippa tré og runna á þessum tíma? Geta jólaljósin haft neikvæð áhrif á plöntur, t.d. platað þær til að fara að vaxa? Er of seint að setja niður haustlauka? Má rækta þá í pottum? Þessum spurningum og fleirum svaraði Guðríður í þættinum í dag.
Við fengum svo Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, til að fræða okkur aðeins um heilaheilsu og það hvernig hugrænir þættir hafa áhrif á okkar daglega líf, en hún kennir á námskeiðinu Heilaheilsa og þjálfun hugans hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hvað eru hugrænir þættir? Hvernig þjálfum við hugann? Hvernig hugum við að heilaheilsunni?
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Heimurinn stendur ekki í stað, kannski sem betur fer, og tæknin ekki sömuleiðis. Sum fyrirbæri sem við heyrum um í dag úr heimi tækninnar og vísindanna eru svo furðuleg að maður einfaldlega botnar ekkert í þeim. Eitt af þeim eru svokölluð NFT, sem Alti Fannar Bjarkason ræddi stuttlega í örskýringu í maí síðastliðnum. Þetta eru stafræn skilríki, einhverskonar þó, og nei við erum ekki að tala um stafrænt ökuskirteini hér. Þetta er miklu flóknara en svo, og til að ræða NFT nánar er Kristjana Björk Barðdal, sérfræðingur Hádegisins í öllu því sem viðkemur nýjustu tækni og vísindum.
Í nýlegri skýrslu Barnaheilla um fátækt meðal barna er dregin um dökk mynd af vaxandi barnafátækt í Evrópu. Á Íslandi eru líkurnar á því að börn alist upp við fátækt og félagslega einangrun einna minnstar af þeim fjórtán Evrópuríkjum sem rannsókn samtakanna tekur til. Þrátt fyrir það benda samtökin hér á landi á ýmislegt sem betur megi fara. Auka þurfi jöfnuð innan menntakerfisins og tryggja börnum húsnæðisöryggi svo dæmi séu nefnd. Þá þurfi að setja opinbera stefnu eða áætlun um hvernig eigi að uppræta fátækt meðal barna hér á landi. En Ísland er eina þátttökuríkið sem ekki hefur slíka stefnu nú þegar. Við könnum stöðuna betur í seinni hluta þáttarins.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Enn eitt metið var slegið í smitfjölda í gær þegar 200 greindust með COVID-19. Sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir og undirbýr tillögur þar um.
Fræðslustjórar á höfuðborgarsvæðinu hittast í hádeginu og ræða smit í grunnskólum. Smit hafa greinst í flestum skólum og kennsla hefur sums staðar verið felld niður.
Bandaríkin og Kína náðu í gær samkomulagi um samstarf í loftslagsmálum. Stjórnmálamenn og baráttufólk lýsa hóflegri ánægju með það.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa er aftur mætt í Borgarnes og skoðar kjörgögn úr alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir að nú sé verið að skoða flokkun kjörgagna, en ekki telja atkvæði.
Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að hluti landeigenda hafi staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru, þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar umbætur.
Kvennalandsliðið í körfubolta og karlalandsliðið í fótbolta mæta Rúmeníu í Búkarest í dag. Körfuboltalandsliðið byrjar nýja undankeppni fyrir EM á meðan lokahnykkurinn er framundan í undankeppni HM hjá fótboltalandsliðinu.
Dánarfregnir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
ISAVIA hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2030 í starfsemi sinni á Keflavíkurflugvelli. Það verður einkum gert með orkuskiptum í tækjabúnaði - Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia.
Endurheimt votlendis hefur verið eitt af stóru umræðuefnunum á loftlagsráðstefnunni í Glasgow - Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.
Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur.
Og svo fáum við í lok þáttar umhverfispistil frá Hafdísi Hönnu Ægisdóttur.
Útvarpsfréttir.
Um hlutverk dýrlinga í íslensku mannlífi fyrr á öldum.
Átta þátta röð um dýrlingatrú á Íslandi á fyrri öldum. Enda þótt reynt væri að uppræta tignun dýrlinga hér á landi eftir að mótmælendatrú tók við af hinni kaþólsku á 16. öld reyndist dýrlingatrúin furðu lífseig. Jafnvel eftir siðaskipti voru ort og sungin kvæði um dýrlinga, og þeir rötuðu inn í þjóðtrú og þjóðsögur. Í þáttunum verður fjallað um íslenska menningu tengda dýrlingum: tónlist, ljóð, sögur og þjóðtrú. Nokkrar tónsmíðar úr íslenskum fornhandritum voru hljóðritaðar sérstaklega fyrir þættina í flutningi Benedikts Kristjánssonar söngvara. Í fyrsta þætti verður sjónum beint að fjórum dýrlingum: Antoníusi, Agnesi, Páli og Brígið, og reynt verður að svara ýmsum spurningum, svo sem þessum: Hvaða kraftaverk gerði heilagur Antoníus á Íslandi árið 1417? Af hverju á að gefa hröfnum á Pálsmessu? Hver var Flauta-Bríet? Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessum þætti er fjallað um heilagan Mikjál og flutt ný hljóðritun af söngnum „Á Mikaels messu" sem varðveist hefur í íslensku handriti frá 17. öld. Benedikt Kristjánsson syngur. Einnig verður fjallað um heilagan Martein, Andrés postula og þrjár helgar meyjar: Úrsúlu, Cecilíu og Katrínu. Venja var að drekka minni sankti Marteins í íslenskum brúðkaupsveislum alveg fram á 17. öld, enda hafði dýrlingurinn sjálfur óskað eftir því samkvæmt Ólafs sögu Tryggvasonar. Söngur um heilaga Úrsúlu hefur varðveist í íslenskum handritum frá 18. öld og einnig í munnlegri geymd. Saga Cecilíu er til í íslenskum handritum frá 14. öld og samkvæmt henni á Cecilía að hafa gert kraftaverk á Íslandi. Katrín var einn mikilvægasti dýrlingur kaþólsku kirkjunnar og til er íslenskt miðaldakvæði um hana: Katrínardrápa eftir Kálf Hallsson. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Jórunn Sigurðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur eru gestir þáttarins í dag. Innan skamms er bók þeirra um Laugaveg í Reykjavík væntanleg og segir sögu húsanna og fólksins sem bæði bjó og rak ýmis konar fyrirtæki. Í bókinni er rakin saga húsa við Laugaveg, frá Hlemmi að Lækjargötu. Guðni og Anna Dröfn gáfu út bókina Reykjavík sem aldrei varð fyrir nokkrum árum. Rætt er við þau og tekin göngutúr niður Laugaveg frá Klapparstíg, sagt frá húsum, arkitektum, fyrirtækjum og búsetu - en Laugavegur var fyrst og fremst íbúagata í upphafi.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
Á dögunum kom út platan Án tillits úr smiðju Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar og Skúla Sverrissonar. Á plötunni mætast tvö hljóðfæri, píanó og bassi, í tíu áferðarfallegum lögum og er þeim ætlað að fanga augnablikin sem myndast þegar að tveir vinir spila saman. Rætt verður við Magnús Jóhann um plötuna í Víðsjá dagsins. Víðsjá veltir líka sér kvikmyndinni Tove sem er sýnd um þessar mundir í Bíó Paradís. Myndin byggir á lífi finnlandssænsku listakonunnar Tove Jansson sem heimsfræg er fyrir teikningar sínar og sögur um múmínálfana. Einnig verður fjallað um listbókamessu sem haldin verður í Ásmundarsal um helgina og rithöfundurinn Ragnheiður Harpa Leifsdóttir heldur áfram hugleiðingum sínum um líkamleika í pistli í þætti dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Nú á dögunum kom út þriðja breiðskífa Teits Magnússonar, plata sem nefnist 33. Okkar mótþróaþrjóskuraskaði tónlistargagnrýnandi Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
Við hringjum þvert yfir landið, alla leið í Eskifjörð, þar sem fram fer Pólsk kvikmyndahátíð um helgina. Kvikmyndahátíðin er skipulögð af pólskri kvikmyndagerðar konu og spennandi viðbót í menningarlíf íbúa austfjarða, segir forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Við veltum einnig fyrir okkur nýlegum upphrópunum íslenskra karlmanna um lessulegar hárgreiðslur.
Átta manns tróðust undir og létust á Astroworld-tónlistarhátíð rapparans Travis Scott í Houston fyrir helgi. Í kjölfarið hefur nokkuð verið rætt um ágenga stemninguna sem ríkir á tónleikum rapparans og mosh-pyttina sem þar myndast. En moshpytturinn er sögulega mun tengdari rokki en rapptónlist. Við sökkvum okkur ofan í sögu mosh-pyttsins í Lest dagsins. Og þar koma þessir meðal annars við sögu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sunnlendingar fundu vel fyrir jarðskjálfta af stærðinni 5,2 sem varð skammt suður af Heklu í dag. Ekki er vitað um tjón af völdum hans og ekki talið að skjálftinn sé undanfari eldsumbrota.
Von er á hertum sóttvarnaaðgerðum eftir metfjölda Covid-smita þrjá daga í röð. Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara segir hrikalegt að hugsa til þess að öllu verði skellt í lás.
Landsmenn sækja í sólina sem aldrei fyrr eftir að smitum fór að fjölga. Sölustjóri hjá Vita segir sprengingu hafa orðið í sölu utanlandsferða í haust.
Boeing flugvélasmiðjurnar axla ábyrgð á flugslysi sem varð í Eþíópíu árið 2019. Ættingjum þeirra sem fórust verða greiddar bætur.
Lengri umfjallanir ( frá mínútu 10 )
Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur, fréttamann um árangur viðræðna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og stemmninguna á ráðstefnusvæðinu.
Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að nú sé lögð aðaláhersla á að bjarga mannslífum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ekkert ríki megi nýta sér neyð örvæntingarfulls fólks í pólitískum tilgangi. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Elisabeth Arndorf Haslund.
Breskir þingmenn mega sinna launuðum störfum auk þingmennskunnar en það er haft eftirlit með að þeir brjóti ekki reglur. Viðleitni Borisar Johnsons forsætisráðherra til að breyta reglunum þegar stjórnarþingmaður braut þær hefur opnað flóðgáttir spillingarumræðu, sem gæti skaðað stjórnina. Sigrún Davíðsdóttir setur umræðuna nú í sögulegt samhengi.
Hljómboxið eru stórskemmtilegir spurningaþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem krakkar og foreldrar þeirra keppa í því að hlusta.
Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sturtusöngvarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, við heyrum orð borin fram aftur á bak, reynum að greina dýrahljóð og skringilega útsett lög svo eitthvað sé nefnt.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Uppáhalds hljóð liðanna eru annars vegar kvakið í önd og hins vegar gormahljóð. Því varð úr að Andrés Önd mætir Spojojojng en í þeim liðum eru vinirnir Einar Valur og Þorsteinn Kári og mömmur þeirra. Virkjum eyrun, setjum okkur í viðbragðsstöðu og....hlusta!
Keppendur
Einar Valur Sigurðsson (Andrés Önd)
Þórunn Ósk Marinósdóttir (Andrés Önd)
Þorsteinn Kári Pálmarsson (Spojojojong)
Emma Björg Eyjólfsdóttir (Spojojojong)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon
Dánarfregnir.
Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*From Space I Saw Earth eftir Daníel Bjarnason.
*Ævintýri Ugluspegils, tónaljóð eftir Richard Strauss.
*Svíta úr óperunni Rósariddaranum eftir Richard Strauss.
*Fjórir síðustu söngvar eftir Richard Strauss.
Einsöngvari: Camilla Nylund.
Stjórnendur: Eva Ollikainen, Daníel Bjarnason og Kornilios Michailidis.
Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir
Sérfræðingur vikunnar í þetta sinn var Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Hún talaði um og kom með ráðleggingar fyrir vetrarverkin, inniplönturnar og fleira. Það þarf að ýmsu að huga á veturna í þessu tilliti og svo í seinni hluta þáttarins svaraði Guðríður spurningum sem hlustendur hafa sent inn á netfang þáttarins, [email protected]. Til dæmis þessum: Er í lagi að klippa tré og runna á þessum tíma? Geta jólaljósin haft neikvæð áhrif á plöntur, t.d. platað þær til að fara að vaxa? Er of seint að setja niður haustlauka? Má rækta þá í pottum? Þessum spurningum og fleirum svaraði Guðríður í þættinum í dag.
Við fengum svo Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, til að fræða okkur aðeins um heilaheilsu og það hvernig hugrænir þættir hafa áhrif á okkar daglega líf, en hún kennir á námskeiðinu Heilaheilsa og þjálfun hugans hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hvað eru hugrænir þættir? Hvernig þjálfum við hugann? Hvernig hugum við að heilaheilsunni?
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
ISAVIA hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2030 í starfsemi sinni á Keflavíkurflugvelli. Það verður einkum gert með orkuskiptum í tækjabúnaði - Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia.
Endurheimt votlendis hefur verið eitt af stóru umræðuefnunum á loftlagsráðstefnunni í Glasgow - Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.
Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur.
Og svo fáum við í lok þáttar umhverfispistil frá Hafdísi Hönnu Ægisdóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Nú á dögunum kom út þriðja breiðskífa Teits Magnússonar, plata sem nefnist 33. Okkar mótþróaþrjóskuraskaði tónlistargagnrýnandi Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
Við hringjum þvert yfir landið, alla leið í Eskifjörð, þar sem fram fer Pólsk kvikmyndahátíð um helgina. Kvikmyndahátíðin er skipulögð af pólskri kvikmyndagerðar konu og spennandi viðbót í menningarlíf íbúa austfjarða, segir forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Við veltum einnig fyrir okkur nýlegum upphrópunum íslenskra karlmanna um lessulegar hárgreiðslur.
Átta manns tróðust undir og létust á Astroworld-tónlistarhátíð rapparans Travis Scott í Houston fyrir helgi. Í kjölfarið hefur nokkuð verið rætt um ágenga stemninguna sem ríkir á tónleikum rapparans og mosh-pyttina sem þar myndast. En moshpytturinn er sögulega mun tengdari rokki en rapptónlist. Við sökkvum okkur ofan í sögu mosh-pyttsins í Lest dagsins. Og þar koma þessir meðal annars við sögu.
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow lýkur á morgun en í gær voru birt drög að samkomulagi ríkja sem sækja ráðstefnuna. Við ræddumvið Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, sem er í Glasgow um fyrirhugaðar aðgerðir fyrirtækja.
11. nóvember hefur í nokkur ár verið kallaður singles day af verslunarfólki sem bjóða mikla afslætti og tilboð þennan dag ár hvert. Við ræddum um umhverfisvernd í þessu samhengi við Brynju Dan Gunnarsdóttir, upphafskonu Dags einhleypra á Íslandi, og Karen Björk Eyþórsdóttur, verkefnastjóra sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg.
Atvinnuleysi minnkaði lítillega í október frá fyrri mánuði. Vinnumálastofnun spáir þó auknu atvinnuleysi í nóvember vegna árstíðasveiflu. Við ræddum við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar.
Allt stefnir í að íbúðverð hækki um 14 prósent á þessu ári. Við ræddum við Ingólf Bender, aðalhagfræðing Samtaka iðnaðarins, og Pawel Bartoszek, formann skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um stöðuna á húsnæðismarkaði.
Davíð Kjartan Gestsson menningarblaðamaður mætti til okkar með það nýjasta úr heimi tölvuleikjanna. Meðal annars var rætt um nýjan hljóðheim tölvuleiksins Battlefield sem Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir.
Kvennalandslið Íslands í körfubolta og karlalandslið Íslands í fótbolta mæta Rúmeníu í dag. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona ræddi við okkur um leikina.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 11. nóvember 2021
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Sálin - Fetum nýja slóð
Coldplay - Let someone go Ft. Selena Gomez
Silk Sonic - Smokin?out the window
Ed Sheeran - Shivers
Geiri Sæm - Sooner or later
Bergrós Halla - Slow me down
Lísa Stansfield - All arounf the world
Gotye - Somebody that I used to know
U2 - Your song saved my life
War on drugs - I don?t live here anymore
10:00
Sóldögg - Hennar leiðir
Magni & Ágústa - Við gætum reynt
Valdimar Guðmundsson - Sunny road
Depeche Mode - Strange love
Dacid Bowie - Sound & Vision
Þórunn Antonía - So high
Oasis - Songbird
Rihanna - Love on the brain
Júlí Heiðar - Ástin heldur vöku
Michael Kiwanuka - Beautiful life
Aztec Camera - Somewhere in my heart
Adele - Easy on me
London beat - I?ve been thinking about you
Hjámar & Prins Polo - Grillið inn
11:00
200.000 Láttu mig vera
Regina Ósk - Eins og það var
Leon Bridges - Steam
PIL - Disapointed
Anna Magga - Vertu
Írafár - Fingur
Elton John - Daniel
Dusty Springfield - Son of the preacher man
The Weeknd - Moth to a flame
Zöe - Ship go down (Plata vikunnar)
Jón Jónsson - Fyrirfram
Prodigy - Breath
Ásgeir trausti - Öldurótið
12:00
Tryggvi - Við erum eitt
Shadow Parade - Pass it on
Blindfold - Famous blue raincoat
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Enn eitt metið var slegið í smitfjölda í gær þegar 200 greindust með COVID-19. Sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir og undirbýr tillögur þar um.
Fræðslustjórar á höfuðborgarsvæðinu hittast í hádeginu og ræða smit í grunnskólum. Smit hafa greinst í flestum skólum og kennsla hefur sums staðar verið felld niður.
Bandaríkin og Kína náðu í gær samkomulagi um samstarf í loftslagsmálum. Stjórnmálamenn og baráttufólk lýsa hóflegri ánægju með það.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa er aftur mætt í Borgarnes og skoðar kjörgögn úr alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir að nú sé verið að skoða flokkun kjörgagna, en ekki telja atkvæði.
Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að hluti landeigenda hafi staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru, þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar umbætur.
Kvennalandsliðið í körfubolta og karlalandsliðið í fótbolta mæta Rúmeníu í Búkarest í dag. Körfuboltalandsliðið byrjar nýja undankeppni fyrir EM á meðan lokahnykkurinn er framundan í undankeppni HM hjá fótboltalandsliðinu.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Góð stemning í Popplandi dagsins, alls konar tónlist úr ýmsum áttum, Soffía Björg og Krummi kíktu í heimsókn, plata vikunnar á sínum stað sem er ný breiðskífa frá Zöe og plata dagsins er platan Night/Day með áströlsku sveitinni Parcels.
Elín Hall - Komdu Til Baka
Taylor Swift - Exile ft. Bon Iver)
Erla & Gréta - Ég á Heiminn Með Þér
Steve Miller Band - Fly Like An Eagle
Borko - Haustpeysan
Birnir - Baugar
John Mayer - Queen of California
Soffía Björg og Krummi - Rodeo Clown
KK - Á Æðruleysinu
Zöe - Only The Wicked
Foo Fighters - Love Dies Young
Kiriyama Family - Pleasant Ship
U2 - Your Song Saved My Life
Natalie Imbruglia - Torn
Geirfuglarnir - Mínus 2
Grýlurnar - Ekkert Mál
GDRN, Floni & Sinfó - Lætur Mig
Kacey Musgraves - Justified
Pálmi Gunnars - Vegurinn Heim
Richard Aschroft - This Thing Called Life
Parcels - Something Greater
Björk - Big Time Sensuality
George Michael - Fast Love
Supersport - Upp í Sófa ft. K.Óla
Bubbi Morthens - Ástrós ft. Bríet
Júlí Heiðar - Ástin Heldur Vöku
Teitur Magnússon - Kamelgult
Hjálmar & Prins Póló - Grillið Inn
Valdimar - Sunnyroad (Tónatal 2021)
Mark Ronson & King Princess - Happy Together
Silk Sonic - Smokin? Out The Window
Tal Bachman - She?s So High
Zöe - All These Dreams
Ed Sheeran - Shivers
Bergrós - Slow Me Down
Dusty Springfield - Son of a Preacher Man
Sycamore Tree - One Day
Thin Jim & Castaways - Confession
Dikta - Just Getting Started
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jarðskjálfti upp á 5,2 stig varð á suðurlandi laust fyrir klukkan hálf tvö í dag. Margir hugsa til Heklu og hvort hún sé nú farin að huga sér til hreyfings en svo mun víst ekki vera. Við heyrum í Páli Einarssyni jarðfræðingi og hringjum líka í Drífu Hjartardóttur á Keldum sem fann skjálfta dagsins vel á eigin skinni.
Loftslagsráðstefna sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow lýkur á morgun. Það þykir ljóst að þörf er á kröftugum aðgerðum til að mögulegt sé að sporna við þeirri ógnvekjandi þróun sem blasir við okkur í loftslagsmálum. Kína og Bandaríkin tilkynntu í gær að þjóðirnar ætluðu að leggja fram sameiginlega aðgerðaáætlun í loftslagsmálum en hverju mun sú aðgerðaáætlun breyta? Hvaða vitum við um gang samningaviðræðna ráðstefnunnar og við hverju er búist? Við heyrum í Tinnu Hallgrímsdóttur formanni Ungra umhverfissinna, hún hefur verið á vaktinni á ráðstefnunni.
Liverpool samfélagið titrar vegna frétta af endurkomu Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildina en Gerrard er nýráðinn framkvæmdastjóri Aston Villa. Mörgum þykir það skrýtin tilhugsun að hr. Liverpool sjálfur muni stjórna liði sem reynir að sigra hans gamla félag í mikilvægum keppnisleikjum. Sjálfskipaður formaður Liverpool samfélagsins er Sólmundur Hólm. Við heyrum í Sóla.
Fjölmiðlum barst yfirlýsing í gær frá aðstandendum skipulagðra tónleika og viðburða. Þar sagði meðal annars ?Við undirrituð...., viljum vekja athygli a? mikilvægi þess að þrengja ekki enn frekar að a?byrgu viðburðhaldi a? næstu vikum og ma?nuðum.... Við ... erum þess fullviss að við getum boðið fo?lki upp a? o?rugga leið til þess að njo?ta menningar og skemmtunar a? skipulo?gðum sitjandi viðburðum? En hver er þessi örugga leið? Og hvað er í húfi? Ísleifur Þórhallsson einn talsmanna hópsins kemur í Síðdegisútvarpið.
Í dag er þjóðhátíðardagur Grímseyinga og að baki honum er skemmtileg saga. Hátíðarhöld hafa verið í eyjunni í dag og við verðum með Ragnildi Hjaltadóttur íbúa í Grímsey á línunni að segja okkur betur frá.
Við heyrum líka í Þórólfi Guðnasyni og ræðum stöðuna sem komin er upp en fjöldi smita í gær voru 200.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sunnlendingar fundu vel fyrir jarðskjálfta af stærðinni 5,2 sem varð skammt suður af Heklu í dag. Ekki er vitað um tjón af völdum hans og ekki talið að skjálftinn sé undanfari eldsumbrota.
Von er á hertum sóttvarnaaðgerðum eftir metfjölda Covid-smita þrjá daga í röð. Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara segir hrikalegt að hugsa til þess að öllu verði skellt í lás.
Landsmenn sækja í sólina sem aldrei fyrr eftir að smitum fór að fjölga. Sölustjóri hjá Vita segir sprengingu hafa orðið í sölu utanlandsferða í haust.
Boeing flugvélasmiðjurnar axla ábyrgð á flugslysi sem varð í Eþíópíu árið 2019. Ættingjum þeirra sem fórust verða greiddar bætur.
Lengri umfjallanir ( frá mínútu 10 )
Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur, fréttamann um árangur viðræðna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og stemmninguna á ráðstefnusvæðinu.
Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að nú sé lögð aðaláhersla á að bjarga mannslífum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ekkert ríki megi nýta sér neyð örvæntingarfulls fólks í pólitískum tilgangi. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Elisabeth Arndorf Haslund.
Breskir þingmenn mega sinna launuðum störfum auk þingmennskunnar en það er haft eftirlit með að þeir brjóti ekki reglur. Viðleitni Borisar Johnsons forsætisráðherra til að breyta reglunum þegar stjórnarþingmaður braut þær hefur opnað flóðgáttir spillingarumræðu, sem gæti skaðað stjórnina. Sigrún Davíðsdóttir setur umræðuna nú í sögulegt samhengi.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Nöfn tónlistarkvennana Laufeyjar Lín og Eydísar Evensen eru ekki á hvers manns vörum á landinu kalda en engu að síður raka þær inn miljjónum streyma á tónlistarveitum og við setjum á fóninn ný lög þeirra í Undiröldu kvöldsins. Önnur með nýja tónlist eru Svavar Knútur, Karl Olgeirs tríó ásamt Sölku, Jónas Björgvinsson, Kig and Husk og Miomantis.
Lagalistinn
Laufey Lín ásamt Adam Melchor - Love Flew Away
Svavar Knútur - November
Eydís Evensen - Wandering I (Thylacine Remix)
Karl orgeltríó ásamt Sölku Sól - Bréfbátar
Jónas Björgvinsson - Vistarband
Kig and Husk - Aha (Those were the days)
Miomantis - Manti's prey
Fréttastofa RÚV.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Í Konsert í kvöld rifjum við upp tónleikaröðina Látum okkur Streyma sem Hljómahöllin í Reykjanesbæ bauð uppá vorið 2020. Þegar Covid skall á í upphafi ársins 2020 og ekkert var að gera í Hljómahöllinni og jafn lítið að gera hjá tónlistarmönnum landsins datt þeim í Hljómahöllinni í hug að setja í gang streymi-tónleikaröð til að létta lund og fólki lífið. Hljómahöllin hafði samband við nokkra tónlistarmenn og allir voru klárir. Bakhjarl Hljómahallarinnar var Reykjanesbær sem styrkti verkefnið sérstaklega.
Og seinna hlutann í mars, allan apríl og fram í maí voru vikulegir tónleikar á fimmtudagskvöldum úr Hljómahöllinni undir yfirskriftinni; Látum okkur streyma. Þessu var streymt á Facebook síðu Hljómahallarinnar, og tónleikunum var líka útvarpað beint á Rás 2 og þeir sýndir á RÚV 2.
Þeir sem komu fram í þessari tónleikaröð voru GDRN, Moses Hightower, Hjálmar, Ásgeir Trausti, Kælan Mikla, Auður og Mammút.
Í Konsert vikunnar heyrum við brot af því besta frá fyrstu fjórum Látum okkur streyma tónleikunum; GDRN, Moses Hightower, Hjálmar og Ásgeir Trausti.