16:05
Víðsjá
Án titils, Tove, bókverk og líkamleiki
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Á dögunum kom út platan Án tillits úr smiðju Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar og Skúla Sverrissonar. Á plötunni mætast tvö hljóðfæri, píanó og bassi, í tíu áferðarfallegum lögum og er þeim ætlað að fanga augnablikin sem myndast þegar að tveir vinir spila saman. Rætt verður við Magnús Jóhann um plötuna í Víðsjá dagsins. Víðsjá veltir líka sér kvikmyndinni Tove sem er sýnd um þessar mundir í Bíó Paradís. Myndin byggir á lífi finnlandssænsku listakonunnar Tove Jansson sem heimsfræg er fyrir teikningar sínar og sögur um múmínálfana. Einnig verður fjallað um listbókamessu sem haldin verður í Ásmundarsal um helgina og rithöfundurinn Ragnheiður Harpa Leifsdóttir heldur áfram hugleiðingum sínum um líkamleika í pistli í þætti dagsins.

Umsjón: Guðni Tómasson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,