06:50
Morgunútvarpið
11. nóv. - Loftslag, atvinnuleysi, íbúðaverð, tölvuleikir, landsleikir
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson.

Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow lýkur á morgun en í gær voru birt drög að samkomulagi ríkja sem sækja ráðstefnuna. Við ræddumvið Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, sem er í Glasgow um fyrirhugaðar aðgerðir fyrirtækja.

11. nóvember hefur í nokkur ár verið kallaður singles day af verslunarfólki sem bjóða mikla afslætti og tilboð þennan dag ár hvert. Við ræddum um umhverfisvernd í þessu samhengi við Brynju Dan Gunnarsdóttir, upphafskonu Dags einhleypra á Íslandi, og Karen Björk Eyþórsdóttur, verkefnastjóra sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg.

Atvinnuleysi minnkaði lítillega í október frá fyrri mánuði. Vinnumálastofnun spáir þó auknu atvinnuleysi í nóvember vegna árstíðasveiflu. Við ræddum við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar.

Allt stefnir í að íbúðverð hækki um 14 prósent á þessu ári. Við ræddum við Ingólf Bender, aðalhagfræðing Samtaka iðnaðarins, og Pawel Bartoszek, formann skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um stöðuna á húsnæðismarkaði.

Davíð Kjartan Gestsson menningarblaðamaður mætti til okkar með það nýjasta úr heimi tölvuleikjanna. Meðal annars var rætt um nýjan hljóðheim tölvuleiksins Battlefield sem Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir.

Kvennalandslið Íslands í körfubolta og karlalandslið Íslands í fótbolta mæta Rúmeníu í dag. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona ræddi við okkur um leikina.

Var aðgengilegt til 11. nóvember 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,