12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 11. nóvember 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Enn eitt metið var slegið í smitfjölda í gær þegar 200 greindust með COVID-19. Sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir og undirbýr tillögur þar um.

Fræðslustjórar á höfuðborgarsvæðinu hittast í hádeginu og ræða smit í grunnskólum. Smit hafa greinst í flestum skólum og kennsla hefur sums staðar verið felld niður.

Bandaríkin og Kína náðu í gær samkomulagi um samstarf í loftslagsmálum. Stjórnmálamenn og baráttufólk lýsa hóflegri ánægju með það.

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa er aftur mætt í Borgarnes og skoðar kjörgögn úr alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir að nú sé verið að skoða flokkun kjörgagna, en ekki telja atkvæði.

Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að hluti landeigenda hafi staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru, þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar umbætur.

Kvennalandsliðið í körfubolta og karlalandsliðið í fótbolta mæta Rúmeníu í Búkarest í dag. Körfuboltalandsliðið byrjar nýja undankeppni fyrir EM á meðan lokahnykkurinn er framundan í undankeppni HM hjá fótboltalandsliðinu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,