20:35
Samfélagið
Almyrkvi á sólu, gervigreind í Davos og dagskrárbreytingar á Rás 1

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Almyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi þann tólfta ágúst. Það er í fyrsta sinn síðan 1954 sem hægt verður að sjá almyrkva hér á Íslandi. Hann mun sjást á vestasta hluta landsins, og má búast við að fólk flykkist að til að verða vitni af þessum atburði. Við sláum á þráðinn vestur á Snæfellsnes þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði ætlar að segja okkur af undirbúningi þar.

Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins kemur til okkar um miðbik þáttar. Alþjóðaefnahagsráðstefnan í Davos er nýafstaðin, en þar var mikið rætt um gervigreind. Eyrún segir okkur undan og ofan af því.

Nú hyllir í breytingar hér í Samfélaginu, en dagskrárbreytingar verða á Rás1um mánaðamótin. Af því tilefni ætlum við að skyggnast til baka og hlusta á brot úr fyrstu þáttum Samfélagsins. Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri Rásar 1 og Anna Marsibil Clausen ritstjóri hlaðvarpa ætla síðan að segja okkur af því sem framundan er.

En fyrst er það almyrkvi á sólu.

Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Tónlist í þættinum:

Bogomil font og fleiri - Gæfunnar par.

Teitur Magnússon - Sumargestur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,