12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 30. janúar 2026

Útvarpsfréttir.

Forsætisráðherra segir niðurstöður verðbólgumælingar vonbrigði. Ákveðnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif til aukningar verðbólgu - en til lengri tíma skipti meira máli að ríkisfjármálin séu sjálfbær.

Ísland spilar undanúrslitaleik gegn Dönum á Evrópumóti karla í handbolta í kvöld. Færri Íslendingar komast á leikinn en vilja, stuðningsmannasveit Íslands krækti þó í miða á elleftu stundu.

Donald Trump varar Breta og Kanadamenn við auknum viðskiptum við Kína. Forsætisráðherra Bretlands kom í heimsókn til Kína í gær, í fyrsta sinn í átta ár.

Þó að minna hafi farið fyrir ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland undanfarið eru Grænlendingar enn mjög uppteknir af áhuga hans á landinu.

Laun starfsmanna í sjódeild Arnarlax gætu lækkað um fimmtung eftir breytingar á starfskjörum. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga harmar ákvörðun fyrirtækisins.

Sjaríalögregla í Indónesíu hýddi par 140 sinnum frammi fyrir mannfjölda í Aceh-héraði í gær fyrir hjúskaparbrot og áfengisdrykkju. Refsingin er ein sú þyngsta sem sögur fara af.

MAST rannsakar aðdraganda þess að sjókví rak á land í Patreksfirði í vikunni. Forstjóri Matvælastofnunar segir að aukin úrræði fyrir stofnunina hefðu mögulega komið í veg fyrir atvikið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,