22:08
Mannlegi þátturinn
Þorkell Gunnar föstudagsgestur og danskt matarspjall í tilefni leiksins

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður. Handboltinn er okkur ofarlega í huga í dag, enda ekki á hverjum degi sem íslenskt landslið kemst í undanúrslit á stórmóti, leikur við Dani í kvöld. En við spjölluðum líka við Þorkel um hvar hans rætur liggja, hans ferðalag í gegnum lífið, hvar hans vegferð hófst og hvernig hann endaði í starfi íþróttafréttamanns ungur að árum. Og auðvitað var talsvert talað um handboltann og leik kvöldsins, nema hvað?

Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við, í tilefni leiksins við Dani, um danskann mat. Danskur matur og danskar matarhefðir hafa auðvitað haft talsverð áhrif á okkur hér á landi en ættum við jafnvel að forðast hann í dag, eða einmitt að borða hann og í framhaldinu að sporðrenna danska landsliðinu í eftirrétt? Det er spørgsmålet.

Tónlist í þættinum:

Bræðralag / Björgvin Halldórsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Gunnar Þórðarson, texti Davíð Oddsson)

Skref fyrir skref / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Stefán Hilmarsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,