19:00
Flugur
Fleiri söngvar við ljóð Steins Steinarrs

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Annar þátturinn þar sem lög sem hafa verið samin við ljóð Steins Steinarrs eru leikin. Þetta eru fjölbreyttir söngvar sem sem spanna nokkuð breytt svið. Lögin sem hljóma í þættinum eru Barn í flutningi Savanna tríósins, Ræfilskvæði með Mannakornum, Í draumi sérhvers manns með Eiríki Haukssyni, Þjóðin og ég með Bjarna Arasyni, Hljóð streymir lindin í haga með Agli Ólafssyni, Miðvikudagur með Helga Björnssyni, Draumur með Rif, Það vex eitt blóm fyrir vestan með Eddu Heiðrúnu Backman, Ljósir dagar með Guðjóni Rúdolf Guðmundssyni og Afturhvarf með Ragnari Bjarnasyni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 46 mín.
,