10:15
Fimmtíu og tveir
1. þáttur: Uppreisn og flótti

Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands með Gullfaxa. Þá höfðu Sovétmenn brotið á bak aftur uppreisnina í Ungverjalandi. Þetta var fyrsti hópur flóttamanna sem fékk hæli hér á landi fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Í þáttunum er farið yfir undirbúning og framkvæmd þessara aðgerða og ljósi varpað á sögu og afdrif Ungverjanna.

Umsjón: Ingvar Þór Björnsson

Í fyrsta þætti af Fimmtíu og tveimur er sjónum beint að uppreisninni í Ungverjalandi, flóttanum yfir til Vínarborgar í Austurríki og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins.

Viðmælendur:

Kjartan Ólafsson

Michael Þórðarson

Eva Jóhannsdóttir

Maríanna Csillag

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 41 mín.
,