
Töframáttur tónlistarinnar
Tónlistin hefur alla tíð verið órjúfanlegur hluti af lífi Gunnars Kvaran sellóleikara og hefur hann óbifandi trú á heilunarmætti hennar. Í þættinum ræðir Gunnar lífssýn sína við Höllu Harðardóttur og velur nokkur verk sem hafa haft djúpstæð áhrif á líf hans.