15:00
Þótt oss skilji hábrýnd heiðin

Tæplega fjörutíu ára saga af vináttu tveggja manna sitt hvoru megin heiðar í Suður-Þingeyjarsýslu eins og hún birtist í bréfum þeirra í kringum aldamótin 1900, Sigtryggs Helgasonar og Benedikts Jónssonar frá Auðnum . Báðir brunnu þeir fyrir bókmenntum, námi og betra samfélagi en tónlistin var alltaf þráðurinn í vináttu þeirra. Leiðir þeirra lágu á endanum í ólíkar áttir en þráðurinn virðist aldrei hafa slitnað.

Í þættinum má einnig heyra upptökur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar.

Umsjón: Trausti Dagsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 47 mín.
,