Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við fjölluðum um húsnæðismál í dag - og uppbyggingu húsnæðis. Rætt er um að byggja hratt, ódýrt og í miklu magni – en líka að byggja gæðahúsnæði sem endist og að tekið sé tillit til umhverfisins. Getur þetta farið saman? Hulda Jónsdóttir arkitekt kom til okkar.
Arthur Björgvin Bollason hefur nokkrum sinnum fjallað um þýska herinn og vilja ráðamanna til að efla hann. Nú liggur fyrir hvernig farið verður að því. Arthur sagði frá því og fleiru þýsku.
Auðkenning er mikilvæg þegar við eigum viðskipti um internetið. Þar skipta rafræn skilríki höfuðmáli - þau eru nú vistuð á því sem heitir SIM-kort í snjallsímunum en framtíðin er app - auðkennisapp - sem verið er að taka í gagnið. Við lærðum að setja appið upp. Til okkar kom Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis.
Tónlist:
Eivör Pálsdóttir - Sum sólja og bøur.
Guitar Islancio - Tango.
Sif Ragnhildardóttir - Alein á ferð.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
THE BEATLES - Act Naturally.
THE COASTERS - Yakety Yak.
Grateful Dead - Loose Lucy.
TOM PETTY & THE HEARTBREAKERS - Refugee.
ELVIS PRESLEY - Guitar Man.
Buck Owens - Under Your Spell Again.
CROSBY STILL NASH & YOUNG - Woodstock.
JEFF BECK - Goodbye Pork Pie Hat.
Gregg Allman - I Can't Be Satisfied.
Mason Ruffner - Baby I don't care.
Les Paul & Mary Ford - How High The Moon.
ELLA FITZGERALD - A-Tisket, A-Tasket.
Little Walter - Just Your Fool.
JUNIOR PARKER - Mystery Train.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Doktor Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða um svefn og svefnvenjur og stendur nú fyrir undirskriftum um að leiðrétta klukkuna á Íslandi. Leiðrétting á klukkunni felur í sér að seinka klukkunni um eina klukkustund, og halda þeim tíma allt árið. Erla segir að Ísland fylgi tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi að staðarklukka okkar sé ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið.
Umboðsmaður barna heldur barnaþing í fjórða sinn á fimmtudag og föstudag. Um 130 börn eru skráð á þingið, þau eru á aldrinum 11-15 ára og voru valin með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Markmið barnaþings er að efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni sem snerta þau. Agla Björk Kristjánsdóttir og Stef Jón Aðalsteins komu í þáttinn í dag en þau voru á síðasta barnaþingi og eru í ráðgjafahóp fyrir þingið í ár. Með þeim kom Salvör Nordal Umboðsmaður barna.
Svo var það heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Í dag fræddumst við um sjúkdóminn sykursýki eitt sem minna er talað um í samanburði við sykursýki tvö sem er áunnin og hefur færst í aukana vegna heilsu- og lífsstílsbreytinga fólks undanfarin ár. Sykursýki eitt er hins vegar mjög íþyngjandi ólæknanlegur sjálfsofnæmissjúkdómur. Helga ræddi við Arndísi Finnu Ólafsdóttur sykursýkishjúkrunarfræðing á göngudeild innkirtla og gigtarsjúkdóma á Landspítalanum um byltingingarkennda tækni úr sprautum í sjálfvirkar insúlíndælur, blóðsykursnema og annan búnað sem hafa aukið lífsgæði fólks með sykursýki eitt en hún ræðir einnig um svokallaða sykursýkiskulnun sem er þekkt orð í sykursýkisheiminum. Arndís á líka tvö börn sem bæði greindust með sykursýki eitt við fjögurra ára aldur en hún hefur alltaf hvatt börnin sín að láta sjúkdóminn ekki stoppa sig.
Tónlist í þættinum i dag:
Draumaprinsinn / GÓSS (Magnús Eiríksson)
Svefninn laðar / Nýdönsk (Jón Ólafsson, texti Daníel Ágúst Haraldsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson)
All I Have To Do Is Dream / Everly Brothers (Boudleaux Bryant)
Óli lokbrá / Björgvin Halldórsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Carl Billich, texti Jakob V. Hafstein)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísland og Noregur verða ekki undanskilin verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna kísilmálms. Mikil vonbrigði
segir utanríkisráðherra
Reykjavíkurborg hefur boðað foreldra barna á leikskólanum Múlaborg á stuðningsfund á morgun. Í Kveiksþætti í kvöld verður fjallað um meint kynferðisbrot á leikskólanum.
Mikill viðbúnaður var þegar eldur kom upp í hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík laust fyrir hádegi. Vel gekk að rýma og ekki er vitað til að heimilisfólki hafi orðið meint af reyk, en sumum brugðið að sögn forstjóra Hrafnistu.
Þolendur kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein koma fram á blaðamannafundi í dag ásamt þingmönnum fulltrúadeildar. Búist er við að fulltrúadeildin greiði í dag atkvæði um birtingu allra skjala sem tengjast Epstein.
Umhverfisráðherra situr lokadaga loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30. Formaður Landverndar segir mikla orku í mótmælendum.
Greiningardeildir bankanna telja að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í sjö og hálfu prósenti þegar tilkynnt verður um vexti á morgun. Útlit er fyrir að vextir gætu lækkað skarpt í upphafi næsta árs.
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta heldur vegferð sinni áfram undir stjórn nýs landsliðsþjálfara þegar Ísland mætir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2027 í kvöld
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Um 16 manns búa í hjólhýsum og húsbílum á iðnaðarsvæði við gömlu sementsturnana á Sævarhöfða í Reykjavík. Byggðin var flutt þangað fyrir rúmlega tveimur árum en átti einungis að vera þar í fáeina mánuði. Nú er breytinga að vænta og íbúar telja að þeir verði fluttir í Skerjafjörð fyrir jól.
Rætt er við Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur, íbúa á svæðinu, í þættinum.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Nýlega var sagt frá því í fréttum að samkvæmt rannsókn stéttarfélagsins Visku noti 80% sérfræðinga á vinnumarkaði gervigreind í starfi. Þá segir meirihluti þeirra að gervigreind auki afköst í starfi – en við vildum vita meira? Hvernig er gervigreindin notuð? Hvernig eykur hún afköst? Ástrós Signýjardóttir sest niður með Vilhjálmi Hilmarssyni, hagfræðingi hjá Visku, í lok þáttar til að ræða þessa áhugaverðu könnun.
Við fáum líka pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og föstum pistlahöfundi Samfélagsins.
En fyrst þetta: Batahús fagnar fimm ára afmæli um áramótin. Tilgangur félagsins er að aðstoða þá sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma til að komast út í samfélagið að nýju eftir að hafa lokið afplánun, með fræðslu, útvegun atvinnu og húsaskjóli. Agnar Bragason, forstöðumaður Batahúss karla, kíkir til okkar til að ræða starfsemi Batahúss.
Tónlist úr þættinum:
ANDERSON .PAAK & SMOKEY ROBINSON - Make It Better.
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
KUSK - Sommar
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Davíð Sveinn Bjarnason hefur verið afkastamikill og áberandi í raftónlist á síðasta áratug eða svo. Fyrst notaði hann einfaldlega nafnið Davíð, en svo varð til listamannsnafnið Felix Leifur og undir því nafni hefur hann gefið út allmargar plötur ytra og svo einnig hér á landi undanfarin ár. Framan af aðallega house-tónlist, en lika ótal afbrigði af raftónlist. Síðast kom út platan Federation JI sem hann gaf út með japanska tónlistarmanninum Daichi Saito.
Lagalisti:
The Sunday Club EP - Berg Toppur
Hampton - Hampton
Brot 1 - Brot 4
BROT 5 - Gitarglams 02:18
フェデレーションジェーアイFederation JI - Digital súpa
フェデレーションジェーアイFederation JI - Gæðastundir í kirkjunni
Óútgefið - Intromuscular
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Á 19. öldinni veitti hinn svonefndi anarkismi, stjórnleysisstefnan, sósíalismanum lengi vel harða keppni sem helsta andspyrnuafl gegn kapítalisma og auðhyggju. Einn helsti anarkisti Evrópu var Rússinn Krópótkin fursti sem fæddist 1841 og var af auðugum ættum en snerist til fylgist við alþýðuna. Hann skrifaði merkilega sjálfsævisögu og hér er gluggað í upphafskafla hennar um æskuár hins verðandi stjórnleysingja.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Glerhúsinu opnaði nýverið einkasýning Ásmundar Ásmundssonar, sem hann vann í samstarfi við ofurgreindina og myndræn verkfæri hennar. Kveikjan að verkinu er skemmdarverkið á Nord Stream 2 gasleiðslunni í september árið 2022, umfangsmiklu umhverfis og efnahagshryðjuverki sem hefur dvalið í djúpinu og undirvitundinni síðan, en Ásmundur gerir tilraun til að kalla fram með samtali við nútímavölvuna. Andri Snær Magnason er einnig gestur okkar í dag, en hann gaf nýverið út skáldsöguna Jötunstein, hárbeitta ádeilu á hið byggða umhverfi sem fær lesandann til að velta fyrir sér sambandi okkar við arkitektúr. Og meira af bókum því Gréta Sigriður Einarsdóttir rýnir líka í Staðreyndirnar, eftir Hauk Má Helgason, í þætti dagsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á dögunum kom út fjórða breiðskífa spænsku tónlistarkonunnar Rosalia. 14 tungumál, sinfóníuhljómsveit, tólftu aldar nunna, óperusöngur, flamengó og Björk koma öll við sögu. Með plötunni LUX er Rosalia að stimpla sig rækilega inn sem einhvern merkilegasta popptónlistarmann samtímans. Friðrik Margrétar Guðmundsson mætir í Lestina til að kryfja til mergjar versta lag plötunnar (að mati Friðriks), fyrstu smáskífuna, Berghain.
Við flettum svo í glænýrri íslenskri myndasögu, Larfur Lauks: lifandi og deyandi í Reykjavík. Myndasagan rekur ævintýri Larfs og vinahóps hans, sem er fjölskrúðugur hópur furðufugla og djammara. Einn þeirra er brauðsneið, enn er skjaldbaka sem selur hass og spilar Counter strike, sá þriðji missir óvart typpið í skyndikynnum á klósettinu á skemmtistað. Mennirnir á bakvið söguna eru teiknarinn og myndlistarmaðurinn Björn Heimir Önundarson og Tumi Björnsson, sem hefur gert garðinn frægan með myndböndum og stuttmyndum undir merkjum Kaupa Dót.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Í þessum þætti munum við fá að heyra annan kvartett eftir Mendelssohn, því þótt hann semdi þá ekki marga, það er aðeins sex stykki, eru þeir alveg sérlega fallegir og þess virði að staldra aðeins við þá. . Kvartettarnir op. 44 eru þrír, þeir eru síðustu heilu kvartettar Mendelssonhns og voru samdir á árunum 1837 og 8. Hér verður leikinn einn þeirra, sá númer tvö; og auk þess tveir stakir kvartettaþættir, Capriccio op. 81 nr. 3 og Fúga, líka op. 81, nr. 4. Það er Pacifica kvartettinn sem leikur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Nýlega var sagt frá því í fréttum að samkvæmt rannsókn stéttarfélagsins Visku noti 80% sérfræðinga á vinnumarkaði gervigreind í starfi. Þá segir meirihluti þeirra að gervigreind auki afköst í starfi – en við vildum vita meira? Hvernig er gervigreindin notuð? Hvernig eykur hún afköst? Ástrós Signýjardóttir sest niður með Vilhjálmi Hilmarssyni, hagfræðingi hjá Visku, í lok þáttar til að ræða þessa áhugaverðu könnun.
Við fáum líka pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og föstum pistlahöfundi Samfélagsins.
En fyrst þetta: Batahús fagnar fimm ára afmæli um áramótin. Tilgangur félagsins er að aðstoða þá sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma til að komast út í samfélagið að nýju eftir að hafa lokið afplánun, með fræðslu, útvegun atvinnu og húsaskjóli. Agnar Bragason, forstöðumaður Batahúss karla, kíkir til okkar til að ræða starfsemi Batahúss.
Tónlist úr þættinum:
ANDERSON .PAAK & SMOKEY ROBINSON - Make It Better.
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
KUSK - Sommar

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Doktor Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða um svefn og svefnvenjur og stendur nú fyrir undirskriftum um að leiðrétta klukkuna á Íslandi. Leiðrétting á klukkunni felur í sér að seinka klukkunni um eina klukkustund, og halda þeim tíma allt árið. Erla segir að Ísland fylgi tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi að staðarklukka okkar sé ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið.
Umboðsmaður barna heldur barnaþing í fjórða sinn á fimmtudag og föstudag. Um 130 börn eru skráð á þingið, þau eru á aldrinum 11-15 ára og voru valin með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Markmið barnaþings er að efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni sem snerta þau. Agla Björk Kristjánsdóttir og Stef Jón Aðalsteins komu í þáttinn í dag en þau voru á síðasta barnaþingi og eru í ráðgjafahóp fyrir þingið í ár. Með þeim kom Salvör Nordal Umboðsmaður barna.
Svo var það heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Í dag fræddumst við um sjúkdóminn sykursýki eitt sem minna er talað um í samanburði við sykursýki tvö sem er áunnin og hefur færst í aukana vegna heilsu- og lífsstílsbreytinga fólks undanfarin ár. Sykursýki eitt er hins vegar mjög íþyngjandi ólæknanlegur sjálfsofnæmissjúkdómur. Helga ræddi við Arndísi Finnu Ólafsdóttur sykursýkishjúkrunarfræðing á göngudeild innkirtla og gigtarsjúkdóma á Landspítalanum um byltingingarkennda tækni úr sprautum í sjálfvirkar insúlíndælur, blóðsykursnema og annan búnað sem hafa aukið lífsgæði fólks með sykursýki eitt en hún ræðir einnig um svokallaða sykursýkiskulnun sem er þekkt orð í sykursýkisheiminum. Arndís á líka tvö börn sem bæði greindust með sykursýki eitt við fjögurra ára aldur en hún hefur alltaf hvatt börnin sín að láta sjúkdóminn ekki stoppa sig.
Tónlist í þættinum i dag:
Draumaprinsinn / GÓSS (Magnús Eiríksson)
Svefninn laðar / Nýdönsk (Jón Ólafsson, texti Daníel Ágúst Haraldsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson)
All I Have To Do Is Dream / Everly Brothers (Boudleaux Bryant)
Óli lokbrá / Björgvin Halldórsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Carl Billich, texti Jakob V. Hafstein)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á dögunum kom út fjórða breiðskífa spænsku tónlistarkonunnar Rosalia. 14 tungumál, sinfóníuhljómsveit, tólftu aldar nunna, óperusöngur, flamengó og Björk koma öll við sögu. Með plötunni LUX er Rosalia að stimpla sig rækilega inn sem einhvern merkilegasta popptónlistarmann samtímans. Friðrik Margrétar Guðmundsson mætir í Lestina til að kryfja til mergjar versta lag plötunnar (að mati Friðriks), fyrstu smáskífuna, Berghain.
Við flettum svo í glænýrri íslenskri myndasögu, Larfur Lauks: lifandi og deyandi í Reykjavík. Myndasagan rekur ævintýri Larfs og vinahóps hans, sem er fjölskrúðugur hópur furðufugla og djammara. Einn þeirra er brauðsneið, enn er skjaldbaka sem selur hass og spilar Counter strike, sá þriðji missir óvart typpið í skyndikynnum á klósettinu á skemmtistað. Mennirnir á bakvið söguna eru teiknarinn og myndlistarmaðurinn Björn Heimir Önundarson og Tumi Björnsson, sem hefur gert garðinn frægan með myndböndum og stuttmyndum undir merkjum Kaupa Dót.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Fréttir af íslenska skólakerfinu hafa undanfarin misseri fyrst og fremst tengst slakri útkomu í PISA könnunum, skorti á úrræðum, kjarabaráttu kennara, mygluðu skólahúsnæði og fleiru neikvæðu, en það er líka að finna jákvæða og skemmtilega þætti innan þess. Guðjón Ingi Eiríksson hefur lengi unnið við kennslu og hann hefur nú skrifað bókina Segir mamma þín það? samansafn gamansagna úr íslenska skólakerfinu. Guðjón kíkti í morgunkaffi.
Í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn þar sem mennta- og barnamálaráðherra var til svara. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar var málshefjandi, en hann er sviðstjóri hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands og þekkir málaflokkinn vel. Þetta var fyrsti fundur Skúla Braga á Alþingi og er fáheyrt að varaþingmaður fái sérstaka umræðu á sínum fyrsta degi. Skúli kom til okkar og ræddi þetta mál.
Árlegt málþing Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fram í dag undir yfirskriftinni: Staða farsældarvísa hjá börnum og ungmennum á fjórða ári innleiðingar farsældarlaga. Ragný Þóra Guðjohnsen er faglegur stjórnandi ÍÆ og hún sagði okkur meira af þessu stóra verkefni.
Flensan er á fullri ferð þessa dagana og við fengum Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fara yfir stöðuna með okkur og gefa góð ráð.
Þing Golfsambands Íslands fór fram um nýliðna helgi. Meðal þess sem þar kom fram var að mikill vöxtur er í hreyfingunni eða um 65 prósent síðan 2019 og er 11 prósent aukning á milli ára. Golfsambandið er nú með um 3.600 börn og unglinga sem þátttakendur undir 18 ára aldri og stefna á að hlutfall þeirra verði 20 prósent af hreyfingunni til að nýliðun gerist með heilbrigðum hætti til framtíðar. Hulda Bjarnadóttir var endurkjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún var á línunni.
Tónlist:
Júníus Meyvant - Hailslide.
Proclaimers - I'm gonna be (500 miles).
Genesis - That's all.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Gracie Abrams - That's So True.
George Ezra - Shotgun.
Ske - Julietta 2.
Bríet - Cowboy killer.
Kate Bush - Running Up That Hill.
Friðrik Dór - Hlið við hlið.
Billy Joel - My life.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Doddi leysti Andra af í Morgunverkum dagsins.
Við þurkuðum rykið af Tónlistargetraun dagsins, sögðum skemmtilegar sögur og heyrðum nokkur lög sem RUV bannaði á árum áður.
Lagalisti dagsins
Of Monsters and Men - Dream Team.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Færðu mér frið.
Adele - Chasing Pavements.
NIRVANA - All Apologies (live).
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Waiting In Vain.
Ásgeir Aðalsteinsson, la, Valdimar - Karlsvagninn.
JIMI HENDRIX EXPERIENCE - Foxey Lady.
LL COOL J - I need love.
Harding, Curtis - The Power.
SNAP! - The Power.
Ballroom Chaser - Ég stend hér enn.
DREAM ACADEMY - Life in a Northern town (80).
GLOWIE & STONY - No More.
GEORGE MICHAEL - Praying For Time.
THIRD EYE BLIND - Semi-charmed life.
Mjusion - Glerbrotamyndir.
Cat Burns - There's Just Something About Her.
Snorri Helgason - Megi það svo vera.
Charlatans, The - Deeper and Deeper.
MADONNA - Frozen.
Tame Impala - Dracula.
DEPECHE MODE - Shake The Disease.
TODMOBILE - Stúlkan.
Mugison - Til lífins í ást.
ALPHAVILLE - Forever Young.
Dean, Olivia - So Easy (To Fall In Love).
Skapti Ólafsson - Allt á floti.
PÉTUR KRISTJÁNS & BJARTMAR - Ástar óður.
Björk Guðmundsdóttir Tónlistarm., Tumor, Yves, Rosalia - Berghain.
GEIRI SÆM OG HUNANGSTUNGLIÐ - Er Ást Í Tunglinu.
LED ZEPPELIN - Immigrant song.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
Snorri Helgason - Fólk.
ENSÍMI - Arpeggiator.
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
LAUFEY - California and Me.
RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!.
THE KILLERS - Mr.Brightside.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísland og Noregur verða ekki undanskilin verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna kísilmálms. Mikil vonbrigði
segir utanríkisráðherra
Reykjavíkurborg hefur boðað foreldra barna á leikskólanum Múlaborg á stuðningsfund á morgun. Í Kveiksþætti í kvöld verður fjallað um meint kynferðisbrot á leikskólanum.
Mikill viðbúnaður var þegar eldur kom upp í hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík laust fyrir hádegi. Vel gekk að rýma og ekki er vitað til að heimilisfólki hafi orðið meint af reyk, en sumum brugðið að sögn forstjóra Hrafnistu.
Þolendur kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein koma fram á blaðamannafundi í dag ásamt þingmönnum fulltrúadeildar. Búist er við að fulltrúadeildin greiði í dag atkvæði um birtingu allra skjala sem tengjast Epstein.
Umhverfisráðherra situr lokadaga loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30. Formaður Landverndar segir mikla orku í mótmælendum.
Greiningardeildir bankanna telja að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í sjö og hálfu prósenti þegar tilkynnt verður um vexti á morgun. Útlit er fyrir að vextir gætu lækkað skarpt í upphafi næsta árs.
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta heldur vegferð sinni áfram undir stjórn nýs landsliðsþjálfara þegar Ísland mætir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2027 í kvöld

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Margrét Erla Maack sat við hljóðnemann.
Snorri Helgason á plötu vikunnar og jólasvindlarinn kemur úr kvikmyndaheiminum.
Sálin hans Jóns míns – Aldrei liðið betur
sombr – 12 to 12
Digital Ísland – Eh plan?
Kim Larsen – Papirsklip
Snorri Helgason, Bríet – Mexico
Stuðmenn – Herra Reykjavík
Ívar Ben – Stríð
Bronski Beat – Smalltown Boy
Flott – Hún ógnar mér
America – A Horse With No Name
Jordana, Almost Monday – Jupiter
Blur – Girls and Boys
Louve, L’Impératrice – Chrysalis
1860 – Íðilfagur
Orville Peck & Shania Twain – Legends Never Die
Emilíana Torrini – Miss Flower
Haim – Relationships
Bríet – Cowboy Killer
Daði Freyr Pétursson – Me and You
Teitur Magnússon – Kamelgult
Chappell Roan – Pink Pony Club
Nýdönsk – Apaspil
Nick Cave and the Bad Seeds – Dig, Lazarus, Dig!
The Pretty Reckless – For I Am Death
Of Monsters and Men – Tuna in a Can
Chaka Khan – I’m Every Woman
Leon Bridges – Coming Home
Tove Lo – No One Dies from Love
Dikta – From Now On
Cage the Elephant – Come a Little Closer
Bubbi Morthens – Dansaðu
Ásgeir Aðalsteinsson, La, Valdimar – Karlsvagninn
Kristmundur Axel, GDRN – Blágræn
Aretha Franklin – I Say a Little Prayer
Snorri Helgason – Borgartún
Moses Hightower – Vandratað
Alanis Morissette – Head Over Feet
Greiningardeildin, Bogomil Font – Þú trumpar ekki ástina
Ótími – Móðusjón
Coldplay – FeelsLikeImFallingInLove
Birnir, Tatjana – Efsta hæð
Lindsey Buckingham, Miley Cyrus, Mick Fleetwood – Secrets
Billy Strings – Gild the Lily
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í þættinum í gær ræddum við við Erlend M. Jóhannsson sem vill Fjarðagöng í stað Fjarðarheiðarganga. Í dag heyrðum við í Lárusi Bjarnasyni fyrrverandi Sýslumanni sem setti af stað undirskriftasöfnun fyrir Fjarðarheiðargöng en í nýrri grein sem Lárus skrifar í FB hópinn Fjarðarheiðargöng kemur fram að fyrir liggi samgönguáætlun Alþingis þar sem Fjarðarheiðargöng eru í fyrsta sæti og að framkvæmdir hafi átt að hefjast árið 2022.
Við heyrðum í fréttaritara okkar á Spáni Jóhanni Hlíðari Harðarsyni en hann tók fyrir einræðisherrann Franco, dómsmáli gegn spilltri fjölskyldu og konu sem hitti Jesú Krist.
Við fórum yfir það sem verður i Kveiksþætti kvöldsins.
Veitingamaðurinn Óskar Finnsson á veitingastaðnum Finnsson sat í annað sinn í dómnefnd World Steak Challenge, stærstu steikarkeppni heims, sem fór fram í Amsterdam í haust. World Steak Challenge er risakeppni á milli steikarframleiðenda um bestu steikina í heimi.
Og það sem meira er að Óskar var að senda frá sér bókina Steikarbók Óskars en þar býður hann fólki að stíga með sér inn í heim nautasteikanna þar sem gæði og virðing fyrir hráefninu ráða för.
Margrét Sól Torfadóttir læknanemi keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. Við heyrðum í henni.
Snærós Sindradóttir eigandi gallery Synd var á línunni hjá okkur á á föstudaginn opnaði mjög svo áhugaverð sýning í galleríinu á Hringbraut. Og ekki nóg með það Snærós er stödd í Lissabon þar sem hún fylgir stelpunum okkar eftir en íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Portúgal í undankeppni EM 2027 nú í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:00 á RÚV 2.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Auður - 10.000 ft
Hugmynd - Sunshine in my life
Halldór Jörgen Faurholt Olesen - Tiðindalaust
Fríða Dís - Sin Sin Sin
Straumvatn - Ánabrúni
Gugga Lísa - Bergmál
MAIAA - Break a leg

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Digital Ísland - Eh plan?.
Hot Butter - Popcorn.
Robyn - Dopamine.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Nothing Left To Lose.
Romy - Love Who You Love.
Curtis Harding - The Power.
Chic - Good times.
Thundercat - Upside Down (Candy Crush).
JAMIROQUAI - Cloud 9.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Bríet - Cowboy killer.
Geese - Au Pays du Cocaine.
Babyshambles - Dandy Hooligan.
Toots and the Maytals - Warning Warning.
IDLES, Gorillaz - The God of Lying.
Obongjayar - Give Me More.
Jonathan Richman - Egyptian reggae.
Turnstile - I CARE.
Deftones - my mind is a mountain.
RAYE - WHERE IS MY HUSBAND!.
Honey Dijon, Chloe - The Nightlife.
Disclosure, Sam Smith - Latch
Tame Impala - My old Ways .
Birnir, Floni - Lífstíll (feat. Birnir).
Jon Hopkins, Purity Ring - Breathe this air
Kelly Lee Owens - ASCEND.
Fred again.., Reggie - Talk of the Town
Máni Orrason - Pushing.
Cigarettes After Sex - Anna Karenina.
LANA DEL RAY - Say Yes to Heaven.
Wednesday - Elderberry Wine.
Bahamas - The Bridge.
Cat Burns - There's Just Something About Her.
Valdimar - Karlsvagninn.
ARCADE FIRE - Ready to Start.
Khruangbin - White Gloves II
DJ Shadow - Midnight in a Perfect World
De La Soul - The Package
Bomb the Bass ft Sinead O'Connor - Empire
Mura Masa - Handsup
Fcukers - I Like it Like That
Cassius - Dance On
Oliver SIm - Telephone Games
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Stuðmenn héldu upp á 50 ára afmæli meistaraverksins Sumar á Sýrlandi í Eldborg tvisvar á laugardaginn. Rokkland var á svæðinu á fyrri tónleikunum og ræddi við Stuðmenn og konur.
Rokkland var líka á svæðinu í Austurbæ á föstudaginn þegar glaðasti trommari íslandssögunnar – Jón Geir Jóhannsson trommari úr Skálmöld – Ampop og fleiri sveitum hélt upp á 50 ára afmæli sitt, – með tónleikum þar sem 6 af hljómsveitum Jóns Geirs spiluðu fyrir fullu húsi.