16:05
Víðsjá
Jötunsteinn Andra Snæs, Ásmundur Ásmunds í Glerhúsinu og Staðreyndirnar/rýni

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Í Glerhúsinu opnaði nýverið einkasýning Ásmundar Ásmundssonar, sem hann vann í samstarfi við ofurgreindina og myndræn verkfæri hennar. Kveikjan að verkinu er skemmdarverkið á Nord Stream 2 gasleiðslunni í september árið 2022, umfangsmiklu umhverfis og efnahagshryðjuverki sem hefur dvalið í djúpinu og undirvitundinni síðan, en Ásmundur gerir tilraun til að kalla fram með samtali við nútímavölvuna. Andri Snær Magnason er einnig gestur okkar í dag, en hann gaf nýverið út skáldsöguna Jötunstein, hárbeitta ádeilu á hið byggða umhverfi sem fær lesandann til að velta fyrir sér sambandi okkar við arkitektúr. Og meira af bókum því Gréta Sigriður Einarsdóttir rýnir líka í Staðreyndirnar, eftir Hauk Má Helgason, í þætti dagsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 56 mín.
,