07:03
Morgunvaktin
Hönnunarsamkeppnir, Berlínarspjall og auðkenning

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við fjölluðum um húsnæðismál í dag - og uppbyggingu húsnæðis. Rætt er um að byggja hratt, ódýrt og í miklu magni – en líka að byggja gæðahúsnæði sem endist og að tekið sé tillit til umhverfisins. Getur þetta farið saman? Hulda Jónsdóttir arkitekt kom til okkar.

Arthur Björgvin Bollason hefur nokkrum sinnum fjallað um þýska herinn og vilja ráðamanna til að efla hann. Nú liggur fyrir hvernig farið verður að því. Arthur sagði frá því og fleiru þýsku.

Auðkenning er mikilvæg þegar við eigum viðskipti um internetið. Þar skipta rafræn skilríki höfuðmáli - þau eru nú vistuð á því sem heitir SIM-kort í snjallsímunum en framtíðin er app - auðkennisapp - sem verið er að taka í gagnið. Við lærðum að setja appið upp. Til okkar kom Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis.

Tónlist:

Eivör Pálsdóttir - Sum sólja og bøur.

Guitar Islancio - Tango.

Sif Ragnhildardóttir - Alein á ferð.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,