Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þráinn Haraldsson flytur.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Ástandið í borginni Timbúktú í Mali hefur verið töluvert í fréttum undanfarnar vikur. Ástríður Ólafsdóttir myndlistamaður ferðaðist um Mali árið 2005 og dvaldi um hríð í Timbúktú. Hún segir frá borginni í þættinum að þessu sinni.
Umsjón: Magnús R. Einarsson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessum þætti verða nokkur tónverk leikin fjórhent á píanó. Þar á meðal er sónata í C-dúr K.19d eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en sagt er að Mozart hafi samið sónötuna 9 ára gamall árið 1765, sennilega fyrir sig og Nannerl systur sína til að leika saman. Ekki eru þó allir fræðimenn sannfærðir um að sónatan sé í raun og veru eftir Mozart. Einnig verður flutt Grand rondeau [frb. gran rondó] í A-dúr eftir Franz Schubert, en það var eitt síðasta verkið sem Schubert samdi fyrir andlát sitt 1828. Þá verða leiknir Þrír þættir í peruformi sem Erik Satie samdi árið 1903. Satie valdi verkum sínum oft sérkennileg nöfn. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Umsjónarmenn fá gesti í hljóðver sem ræða um listrænt framhaldslíf fornbókmennta frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson.
Gestur þáttarins er Andri Snær Magnason, rithöfundur.
Umsjón: Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson.
Áður á dagskrá 8. febrúar 2015.
Veðurstofa Íslands.
Tveir þættir um Isadoru Duncan, sem verið hefur kölluð móðir nútímadansins. Umsjónarmaður: Arndís Hrönn Egilsdóttir. Lesari ásamt umsjónarmanni: Marta Nordal.
Tveir þættir um Isadoru Duncan, sem verið hefur kölluð móðir nútímadansins. Umsjónarmaður: Arndís Hrönn Egilsdóttir. Lesari ásamt umsjónarmanni: Marta Nordal.
Guðsþjónusta.
Hátíðarmessa í tilefni af vígslu Hallgrímskirkju 26. október 1986 og ártíðar Hallgríms Péturssonar. Siðbótardagurinn.
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir og séra Birgir Ásgeirsson þjóna fyrir altari.
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar.
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Kórstjóri: Steinar Logi Helgason.
Kór Hallgrímskirkju syngur.
Trompetleikarar: Eiríkur Örn Pálsson og Einar Jónsson.
Messuþjónar lesa ritningarlestra.
Fyrir predikun:
Sálmur 217 : Þá þú gengur í guðshús inn. Hmymnodia Sacra. Lag: Weyse. Texti: Hallgrímur Pétursson. Útsetning: Þorkell Sigurbjörnsson.
Sálmur 265: Þig lofar, faðir, líf og önd. Lag: Schumann, 1539. Texti: Nicolaus Decius, íslenskur texti: Sigurbjörn Einarsson.
Sálmur 795: Gefðu að móðurmálið mitt. Þjóðlag. Texti: Hallgrímur Pétursson. Róbert Abraham Ottósson raddsetti.
Sálmur 495a: Víst ertu, Jesú kóngur klár. Lag frá Strassborg 1525 - R. Thomissön. Texti: Hallgrímur Pétursson. Útsetning: Páll Ísólfsson og Hörður Áskelsson.
Eftir predikun:
O clap your hands. Lag: Ralph Vaughan Williams.
Kórsöngur: Gegnum Jesú helgast hjarta. Lag: Jakob Tryggvason. Texti: Hallgrímur Pétursson.
Undir útdeilingu: Ave verum corpus. Lag: Hjálmar H. Ragnarsson.
Sálmur 516a: Son Guðs ertu með sanni. Þýskt lag frá 1598: Texti: Hallgrímur Pétursson.
Eftirspil: Apparition de l'Léglise éternelle (Birting hinnar eilífu kirkju) eftir Olivier Messiaen.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher segist hafa gert 450 árásir á Gaza á síðasta sólarhring. Örvæntingarfullt fólk braust inn í vöruhús palestínsku flóttamannahjálparinnar í leit að mat og öðrum lífsnauðsynjum.
Stjórnmálafræðiprófessor segir hjásetu Íslands við atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gaza sýna hversu klofin ríkisstjórnin er.
Setja þarf aukið fjármagn í aðgerðaráætlun ríkisins í geðheilbrigðismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir það skjóta skökku við að frjáls félagasamtök sinni geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, sem ætti að vera innan vébanda ríkisins.
Afgerandi meirihluti kjósenda greiddi atkvæði með sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Íbúar gera kröfur um bættar samgöngur í sveitarfélaginu.
Bandaríski herinn varaði við hótunum af hálfu mannsins sem varð átján að bana í Maine á miðvikudagskvöld. Lögregla segir árásarmanninn hafa fyrirfarið sér.
Veðurstofa Íslands á von á nýjum gögnum sem gefa nánari mynd af jarðhræringum á Reykjanesi. Jarðskjálftahrina er í rénun en GPS-gögn sýna áframhaldandi þenslu við Þorbjörn.
Landfræðileg lega landsins er akkilesarhæll þegar kemur að pakkasendingum til og frá landinu. Þetta segir innviðaráðherra sem segir tækifæri til að gera betur í póstþjónustu
Bandaríski leikarinn Matthew Perry lést í gærkvöld. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends, en á seinni árum var hann mjög opinskár um glímu sína við áfengis- og lyfjafíkn.
Skaftáreldar stóðu yfir á árunum 1783-1784 og hrundu af stað hinum alræmdu móðuharðindum. Í þessari þáttaröð er reynt að ná utan um þennan risastóra atburð. Hvað gerðist eiginlega í þessum verstu hörmungum Íslandssögunnar?
Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samseting: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Danir fréttu ekki af Skaftáreldum fyrr en þremur mánuðum eftir að þeir hófust. Við könnum hver fyrstu viðbrögð danskra stjórnvalda voru og hvernig ástandið var á Íslandi á meðan embættismenn í Kaupmannahöfn lögðu á ráðin um neyðaraðstoð.
Viðmælendur í þættinum eru Illugi Jökulsson, Guðmundur Hálfdanarson, Már Jónsson og Þorvaldur Þórðarson.
Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Upplestur: Guðni Tómasson, Arnhildur Hálfdánardóttir, Kristján Guðjónsson.
Titillag þáttaraðar: Eldur í flutningi Gabríels Ólafs og Steineyjar Sigurðardóttur. Höfundur lags: Gabríel Ólafs.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónhjólið
5.þáttur - 27. október
Umsjón: Guðni Tómasson.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum:
Yuja Wang leikur Scherzo kafla úr Jónsmessunæsturdraumi eftir Felix Mendelssohn í útsetningu Rachmaninoffs.
Kronos-kvartettinn leikur:
Cançao verdes anos eftir Carlos Paredes
Ekitundu ekisooka eftir Justinian Tamusuza
Tabu eftir Margarita Lecuona
El Sinaloense eftir Severiano Briseño Chávez
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur blue cathedral eftir Jennifer Higdon undir stjórn Stéphane Denève. Hljóðritun fór frá í Hörpu á fimmtudag.
Tónlist eftir Gabríel Ólafs:
The Lily (Orchestral). Steiney Sigurðardóttir og Reykjavík Orkestra leika undir stjórn Viktors Orra Árnasonar.
Solon Islandus. Gabríel stjórnar sönghóp.
Hind x Aska (Harpa Sessions). Arnar Jónsson flytur texta Davíðs Stefánssonar.
Fantasía. Steiney Sigurðardóttir og Gabríel Ólafs flytja.
Yuja Wang leikur Vocalisu eftir Sergei Rachmaninoff í útsetningu Zoltans Koscis ?
Viðmælandi:
Gabríel Örn Ólafsson
Um aldamótin átti Viktoría Blöndal bestu ár ævi sinnar í framhaldsskólanum á Laugum. Hún eignaðist vini, kynntist ástinni og upplifði ný ævintýri á hverjum degi. En af hverju bannaði hún þá dóttur sinni að fara á heimavist?
Móðir Viktoríu rifjar upp fyrstu helgina á Laugum, eða öllu heldur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Veðurstofa Íslands.
Kristín Helgadóttir skoðar nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem voru þekkt í borgarlífinu árið 2005 og ræðir við eigendur og viðskiptavini.
Í þessum þætti var fjallað um Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar. Í upphafi þáttarins var fjallað um sögu Laugavegar, fólksfjölda og hvernig nafn götunnar er tilkomið. Lesið var brot úr ljóði Tómasar Guðmundssonar, Við Laugaveginn. Sagt frá hvaða augum Einar Benediktsson leit þessa götu. Sagt frá frá hvernig Guðsteinn og Guðrún kaupa, hve stórt og hvað var fyrir á lóðinni. Fengið var álit arkitekts, Baldurs Ó. Svavarssonar á húsinu og byggingunni og hvað einkennir bygginguna. Hann fjallaði um Þorleif Eyjólfsson, arkitektinn af húsinu og einkenni hússins alls.
Þá var talað við Sævar Karl um herrafatatískuna á þessum árum. Símaviðtal.
Þriðji ættliður rekur verslunina í dag, Svava Eyjólfsdóttir, og spjallað var við hana um bygginguna, afa hennar, framleiðsluna og viðskiptalífið.
Þá voru þrír starfsmenn teknir tali, Björn Bragason, Guðbjörg Þorgeirsdóttir og Hanna Benediktsdóttir.
Umsjón: Kristín Helgadóttir.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur og áhugamaðu um bókmenntir. Og það er ekki ofsögum sagt að segja að hann sé áhugamaður um bókmenntir, því hann lætur sér ekki nægja að lesa mikið af bókum, heldur skrifar hann um þær allar á facebook síðu sinni að lestri loknum. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Gunnar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Fátækt fólk e. Tryggva Emilsson.
Allt hold er hey e. Þorgrím Þráinsson
Saga borgaraættarinnar e. Gunnar Gunnarsson
Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrím Helgason
Þar sem Djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið e. Einar Kárason
Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi e. Stieg Larsson
Fransí Biskví eftir Elínu Pálmadóttur.
Að lokum talaði hann um bækur Halldórs Laxness, glæpasögur Ragnars Jónassonar og bókinaOddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
„Þetta reddast" er frasi sem Íslendingar nota óspart. Þetta hugafar virðist vera inngróið i þjóðarsál Íslendinga og þýðir einfaldlega að hlutirnir hafa tilhneigingu til að
bjargast að lokum. Þetta hugarfar má að einhverju leiti rekja til nálægð okkar við óblíð náttúruöflin sem kasta okkur reglulega út fyrir þægindarammann og setja okkur í aðstæður sem að við þurfum að bregðast fljótt við. Eldgos, snjóflóð, jarðskjálftar og ófyrirsjánlegt veður er eitthvað sem að Íslendingar hafa þurft að fást við frá landnámi.
„Þetta reddast" er frasi sem Íslendingar nota óspart. Þetta hugafar virðist vera inngróið i þjóðarsál Íslendinga.
Í umhverfismálum sem og öðrum málum tengdum sjálfbærri þróun er gerð krafa um framsýni og ekki hægt að treysta á það að hlutirnir reddist án þess að búið sé að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir.
Margar ákvarðanir dagsins í dag eins og til að mynda hvað varðar nýtingu náttúruauðlinda munu hafa áhrif til langstíma. Hæfileiki til að gera langtímaáætlanir er því virkilega æskilegur.
Hvernig getur okkar ofurbjartsýna þjóð tileinkað sér framtíðarhugsun með dassi af „þetta reddast"?
Viðmælendur: Stefan Michel og Kristín Vala Pétursdóttir.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þriðji þátturinn um sögu þrjátíu ára stríðsins. Hér koma Frakkar til sögunnar og koma mótmælendum til bjargar á örlagastundu, þótt sjálfir séu þeir kaþólskir. Stríðsrþeyta fer að segja til sín og Kristín Svíadrottning á sér þann draum að semja um frið. Og þegar upp var staðið, til hvers var þetta allt saman?
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Umræða um hvali hefur verið ofarlega á baugi síðustu mánuði, ekki að ástæðulausu. En vitum við í raun um hvað við erum að tala eða mynda okkur skoðun á? Hvað eru hvalir, hvaða dýr teljast til hvala (svarið við þeirri spurningu mun koma ykkur á óvart), hver er þróunarsaga þeirra og hvernig hegða þeir sér. Hvað gera þessi skíði sem við heyrum alltaf um og af hverju eru sumir þeirra svona svakalega stórir? Svo stórir að það er ekkert annað lifandi á jörðinni sem er stærra en þeir. Ef við tökum auðvitað út fyrir sviga hluti eins og ofursveppi og þannig fyrirbæri sem hægt er að heyra meira um í þættinum okkar um sveppi. Mig langaði til að vita meira og fylla í göt minnar eigin vanþekkingar svo Edda Elísabet Magnúsdóttir kíkti í heimsókn og við settumst niður til að fara yfir þetta allt saman. Þetta var allt svo miklu áhugaverðara og stærra en ég hafði gert mér grein fyrir svo ég varð að skipta viðfangsefninu í tvo parta. Hér kemur sá fyrri þar sem við förum yfir söguna sem nær mörg milljón ár aftur í tímann.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Viðmælandi: Edda Elísabet Magnúsdóttir
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Meðal annarra sem komu við sögu: Elíza - Prince Buster - Purrkur Pilnikk - Kristjana Arngrímsdóttir og Big Thief.
Í þessari annari seríu af Tíðarandanum skoðar Anna Magga uppáhalds lög þjóðarinnar frá þeim fjórum áratugum sem Rás 2 hefur verið starfandi í tilefni af því að Rás 2 fagnar fertugsafmæli sínu á árinu. Þjóðin hefur kosið og tíu bestu lög hvers áratugar hafa verið valin og loks sitja eftir 40 bestu íslensku lögin frá upphafi Rásar 2.
Umsjón: Anna Margrét Káradóttir
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher segist hafa gert 450 árásir á Gaza á síðasta sólarhring. Örvæntingarfullt fólk braust inn í vöruhús palestínsku flóttamannahjálparinnar í leit að mat og öðrum lífsnauðsynjum.
Stjórnmálafræðiprófessor segir hjásetu Íslands við atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gaza sýna hversu klofin ríkisstjórnin er.
Setja þarf aukið fjármagn í aðgerðaráætlun ríkisins í geðheilbrigðismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir það skjóta skökku við að frjáls félagasamtök sinni geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, sem ætti að vera innan vébanda ríkisins.
Afgerandi meirihluti kjósenda greiddi atkvæði með sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Íbúar gera kröfur um bættar samgöngur í sveitarfélaginu.
Bandaríski herinn varaði við hótunum af hálfu mannsins sem varð átján að bana í Maine á miðvikudagskvöld. Lögregla segir árásarmanninn hafa fyrirfarið sér.
Veðurstofa Íslands á von á nýjum gögnum sem gefa nánari mynd af jarðhræringum á Reykjanesi. Jarðskjálftahrina er í rénun en GPS-gögn sýna áframhaldandi þenslu við Þorbjörn.
Landfræðileg lega landsins er akkilesarhæll þegar kemur að pakkasendingum til og frá landinu. Þetta segir innviðaráðherra sem segir tækifæri til að gera betur í póstþjónustu
Bandaríski leikarinn Matthew Perry lést í gærkvöld. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends, en á seinni árum var hann mjög opinskár um glímu sína við áfengis- og lyfjafíkn.
Umsjón: Ýmsir.
Gestur Hrafnhildar er Berglind Rán Ólafsdóttir forstýra ORF líftækni. Berglind segir sögur af uppvexti í Kópavoginum, menntaskólaárunum í MS en hún ákvað að feta á nýjar slóðir þegar hún valdi menntaskóla. Hún sagði frá háskólaárunum, starfinu hjá íslenskri erfðagreiningu, meistaranámsárum á Spáni, starfi hjá orku náttúrunnar og núverandi starfi hjá ORF líftækni. Hún segir einnig sögur af fjölskyldu, áhugamálunum en Berglind ákvað að hefja nám í trommuleik fyrir nokkrum árum og stefnir á að sinna því áhugamáli betur ásamt ýmsu öðru meðfram vinnu og fjölskyldu.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír og spyr hvernig var helgin og hvernig verður vikan framundan?
Við heyrðum topplagið í Bretlandi á þessum degi, 29. október árið 1987, sem var You win again með Bee Gees. Viðburðir vikunnar framundan skoðaðir sem og hvað er um að vera í sportinu. Nik Kershaw sagði af því þegar hann spilaði inná lagið Nikita með Elton John. Eitís plata vikunnar var Dare með The Human League en platan kom út 16. október 1981. Nýjan ellismell vikunnar átti Micky Dolenz, söngvari og trymbill The Monkees, með "cover" af laginu Shiny happy people með R.E.M.
Lagalisti:
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Ég gef þér allt mitt líf.
EUROPE - The Final Countdown.
Elín Hall og Una Torfadóttir - Bankastræti.
Bee Gees - You Win Again. (Topplagið í Bretlandi 1987)
COLDPLAY - Paradise.
MADNESS - Embarrassment.
QUEEN - These Are The Days Of Our Lives.
The Stranglers - Golden Brown.
ELTON JOHN - Nikita.
Holly Johnson - Americanos.
VINIR VORS OG BLÓMA - Æði.
SUEDE - Saturday Night.
15:00
SÍÐAN SKEIN SÓL - Halló, Ég Elska Þig.
U2 - Atomic City.
HUMAN LEAGUE - Love Action. (Eitís plata vikunnar)
HUMAN LEAGUE - Don't You Want Me. (Eitís plata vikunnar)
MAUS - Kerfisbundin Þrá.
ULTRAVOX - Reap The Wild Wind .
MICHAEL JACKSON - Thriller.
EURYTHMICS, EURYTHMICS - Sweet Dreams (Are Made of This)
Micky Dolenz - Shiny Happy People.
DIRE STRAITS - Money For Nothing
Duran Duran - BLACK MOONLIGHT.
The Smiths - There Is A Light That Never Goes Out.
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Iceland Airwaves er hinumegin við hornið, fimmtudag, föstudag og laugardag. Í Rokklandi vikunnar bjóðum við upp á
En við ætlum að hlusta á allskonar Airwaves músík í Rokklandi dagsins, heyra í hljómsveitum og listafólki sem er að spila á hátíðinni í ár. Meðal þeirra sem koma við sögu eru:
Elisapie
Elinborg
Yard Act
Árný Margrét
Önnu Jónu Son
Una Torfa
Elín Hall
Cassia
Kári
Marketa Irglova
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 22. - 29. október 2023.
Fréttastofa RÚV.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Ágætis byrjun hjá Sigur Rós vekur áhuga tónlistaráhugamanna út um allan heim. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður til og Quarashi heillar ameríska bransakarla. Emilíana Torrini gerir plötu fyrir erlendan markað, Bellatrix og Coldplay túra saman um Bretlandseyjar en Selma Björnsdóttir er All Out Of Luck og lendir í öðru sæti í Eurovision. Hljómsveitn Maus fellur að eyrum hlustenda, KK og Magnús eru kóngar í einn dag og Sálin hans Jóns míns snýr aftur, órafmögnuð. Ensími vinnur með Steve Albini, Gus Gus liðum fer fækkandi en Páll Óskar er Deep Inside og í djúpum skít fjárhagslega. Skítamórall rúntar á Rammsteinrútunni og Mínus rústar Músíktilraunum.
Meðal viðmælenda í tuttugasta þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1999 er tekið fyrir, eru Emilíana Torrini, Birgir Örn Steinarsson, Elíza Newman, Haraldur Gíslason, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Selma Björnsdóttir, Hreimur Örn Heimisson, Friðþjófur Sigurðsson, Árni Matthíasson, Kristinn Sæmundsson, Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Hrafn Thoroddsen, Franz Gunnarsson, Arnþór Örlygsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Baldur Stefánsson, Sölvi Blöndal, Einar Ágúst Víðisson, Gunnar Ólason, Herbert Viðarsson, Björn Stefánsson og Þorkell Máni Pétursson.
Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum er á dagskrá á laugardögum á Rás 2 og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Emilíana Torrini - To Be Free/Easy/Unemployed In Summertime
Maus - Strengir/Kerfisbundin þrá/Allt sem þú lest er lygi
Bellatrix - Jedi Wannabe
Silt - Tracing God
Stuðmenn - Komdu með
Selma Björnsdóttir - All Out Of Luck/Hit Girl
Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag að elska/Neiðarrúmba/Fílarðu mig?
Land og synir?Lending 407/Örmagna
Sigur Rós - Svefn-g-englar/Ný batterý/Viðrar vel til loftárasa
KK & Maggi Eiríks - Seinna Seinna/Kóngur einn dag
Sálin hans Jóns míns - Ég er kominn/Orginal/Okkar nótt
Tvíhöfði - Ég heiti Tvíhöfði
Bubbi - Það þarf að myndana/Góðar stelpur fara til himna
Ensími - Böstaður í tollinum/Vínrauðvín
Páll Óskar - Deep Inside/Make Up Your Mind
Stjörnukisi - Flottur sófi
Gus Gus - Starlovers/Ladyshave/V.I.P.
Quarashi - Model Citizen/Tarfur/Stick?em Up
Jagúar - Theme for Miguel
Skítamórall - Fljúgum áfram/Einn með þér
Ellý Vilhjálms - Vegir liggja til allra átta
Mínus - Svínsköpun/Stark Art of Desire
SSSól - Þú ert ekkert betri en ég