Fastir punktar

Herrafataverslun Guðsteins

Í þessum þætti var fjallað um Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar. Í upphafi þáttarins var fjallað um sögu Laugavegar, fólksfjölda og hvernig nafn götunnar er tilkomið. Lesið var brot úr ljóði Tómasar Guðmundssonar, Við Laugaveginn. Sagt frá hvaða augum Einar Benediktsson leit þessa götu. Sagt frá frá hvernig Guðsteinn og Guðrún kaupa, hve stórt og hvað var fyrir á lóðinni. Fengið var álit arkitekts, Baldurs Ó. Svavarssonar á húsinu og byggingunni og hvað einkennir bygginguna. Hann fjallaði um Þorleif Eyjólfsson, arkitektinn af húsinu og einkenni hússins alls.

Þá var talað við Sævar Karl um herrafatatískuna á þessum árum. Símaviðtal.

Þriðji ættliður rekur verslunina í dag, Svava Eyjólfsdóttir, og spjallað var við hana um bygginguna, afa hennar, framleiðsluna og viðskiptalífið.

Þá voru þrír starfsmenn teknir tali, Björn Bragason, Guðbjörg Þorgeirsdóttir og Hanna Benediktsdóttir.

Umsjón: Kristín Helgadóttir.

Frumflutt

28. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fastir punktar

Fastir punktar

Kristín Helgadóttir skoðar nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem voru þekkt í borgarlífinu árið 2005 og ræðir við eigendur og viðskiptavini.

Þættir

,