08:05
Á tónsviðinu
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þessum þætti verða nokkur tónverk leikin fjórhent á píanó. Þar á meðal er sónata í C-dúr K.19d eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en sagt er að Mozart hafi samið sónötuna 9 ára gamall árið 1765, sennilega fyrir sig og Nannerl systur sína til að leika saman. Ekki eru þó allir fræðimenn sannfærðir um að sónatan sé í raun og veru eftir Mozart. Einnig verður flutt Grand rondeau [frb. gran rondó] í A-dúr eftir Franz Schubert, en það var eitt síðasta verkið sem Schubert samdi fyrir andlát sitt 1828. Þá verða leiknir Þrír þættir í peruformi sem Erik Satie samdi árið 1903. Satie valdi verkum sínum oft sérkennileg nöfn. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 27. janúar 2024.
Lengd: 48 mín.
e
Endurflutt.
,