12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 29. október 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ísraelsher segist hafa gert 450 árásir á Gaza á síðasta sólarhring. Örvæntingarfullt fólk braust inn í vöruhús palestínsku flóttamannahjálparinnar í leit að mat og öðrum lífsnauðsynjum.

Stjórnmálafræðiprófessor segir hjásetu Íslands við atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gaza sýna hversu klofin ríkisstjórnin er.

Setja þarf aukið fjármagn í aðgerðaráætlun ríkisins í geðheilbrigðismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir það skjóta skökku við að frjáls félagasamtök sinni geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, sem ætti að vera innan vébanda ríkisins.

Afgerandi meirihluti kjósenda greiddi atkvæði með sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Íbúar gera kröfur um bættar samgöngur í sveitarfélaginu.

Bandaríski herinn varaði við hótunum af hálfu mannsins sem varð átján að bana í Maine á miðvikudagskvöld. Lögregla segir árásarmanninn hafa fyrirfarið sér.

Veðurstofa Íslands á von á nýjum gögnum sem gefa nánari mynd af jarðhræringum á Reykjanesi. Jarðskjálftahrina er í rénun en GPS-gögn sýna áframhaldandi þenslu við Þorbjörn.

Landfræðileg lega landsins er akkilesarhæll þegar kemur að pakkasendingum til og frá landinu. Þetta segir innviðaráðherra sem segir tækifæri til að gera betur í póstþjónustu

Bandaríski leikarinn Matthew Perry lést í gærkvöld. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends, en á seinni árum var hann mjög opinskár um glímu sína við áfengis- og lyfjafíkn.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,