22:10
Mannlegi þátturinn
Barnaheill, kynhlutlaust mál og Póstkort frá Magnúsi R Einars
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Ellen Calmon hefur verið ráðin framkvæmdastýra Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, en hún er nýkomin úr ferð til Jórdaníu og Ítalíu þar sem hún heimsótti verkefni Barnaheilla þar í landi. Hún heimsótti meðal annars Za?atari flóttamannabúðirnar sem liggja í norðurhluta Jórdaníu við landamæri Sýrlands. Þær eru stærstu flóttamannabúðir í heimi með 81.000 íbúa án ríkisfangs. Við ræddum við Ellen um ferðina og einnig um helstu verkefni Barnaheilla á Íslandi í dag.

Bragi Valdimar Skúlason heldur fyrirlestur á eftir á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar á vegum FKA, félags kvenna í atvinnulífinu sem hann kallar Allskyns orð. Þar ætlar hann að velta fyrir sé hvernig við getum nálgast kynhlutleysi í tungumálinu okkar. Hverjir, eða hver, séu að streitast á móti því? Eru það við eða kannski bara málið sjálft? Bragi kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um kynhlutleysi og kynjað mál.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nú snúinn til baka eftir nokkurra vikna ferðalag víða um Evrópu. Í póstkorti dagsins segir hann frá því hvað það þarf til að geta kallast Eyjamaður. Hann segir frá ættingjum sem hafa talist og teljast Eyjamenn, en til þess þurfa menn að sanna sig á ýmsan máta. Það er líka sagt frá konfektverksmiðju í Úkraínu og eiganda hennar en það var enginn annar en fyrrum forseti landsins sem nú er sakaður um landráð en samt leyft að taka þátt í baráttunni gegn Rússum.

Tónlist í þættinum:

Vegir liggja / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Indriði G. Þorsteinsson)

Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)

Someone to watch over me / Ella Fitzgerald (Ira Gershwin og George Gershwin)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,