16:05
Víðsjá
Sjón
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Rithöfundurinn, uppreisnarseggurinn og grúskarinn. Súrrealistinn, þekkingarleitarinn og óseðjandi menningarneytandinn. Textahöfundurinn, handritshöfundurinn og skáldið Sjón, er sextugur í ár. Af því tilefni gefur Forlagið út heildarsafn ritverka hans, en frá árinu 1978 og fram til dagsins í dag hefur Sjón gefið út 13 ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók í þessu nýja safni er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Sjón hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Auk þeirra ritverka sem finna má í nýútgefnu heildarsafni liggja eftir Sjón leikrit, lagatextar og kvikmyndahandrit. Það er bara einn gestur í Víðsjá dagsins, og það er Sjón.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,