Vikan með Gísla Marteini

26.11.2021

Vikan með Gísla Marteini byrjaði ekki eins og vaninn er þetta föstudagskvöld. Emil nokkur í Kattholti henti umsjónarmanni á dyr sem endaði með miklum söng og dansi vinanna úr Smálöndunum.

Gestir þáttarins voru Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þórhallur Gunnarsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Gísli Marteinn fór yfir helstu Fréttir Vikunnar og Berglind Festival hitti nokkra knáa sendiherra.

Laddi hringdi svo inn jólaskapið með splunkunýju jólalagi ásamt gömlum jólaslagara.

Birt

26. nóv. 2021

Aðgengilegt til

27. nóv. 2022
Vikan með Gísla Marteini

Vikan með Gísla Marteini

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.