Landinn

Jólalandinn 2023

Komiði sæl og gleðilega hátíð. Landinn heilsar ykkur á annan í jólum. Landinn gerir sér dagamun um jólin eins og vonandi flestir aðrir. Við förum í okkar fínasta púss, drögum fram silfrið og postulínið og berum á borð allt það besta úr búrinu. Eins og svo margir erum við á síðustu stundu með eitt og annað, en það er allt í lagi, bara ef það er ekki seinna en það. við verðum eitthvað frameftir þætti græja og gera klárt og þessvegna gera við ef út í það er farið. Eitt af því sem þarf huga í fínum boðum er almenn kurteisi eða mannasiðir og það er vissara byrja tímanlega dusta rykið af þeim. Gísli gúgglaði mannasiði og sjáum hvað kom útúr því.

Frumsýnt

26. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Landinn

Landinn

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elvar Örn Egilsson.

Þættir

,