• 00:00:24Handboltinn
  • 00:04:41Þjóðarathygli á stórmótum: Óli Stef
  • 00:08:03Handboltinn
  • 00:16:06Friðgeir í Santa Fe

Kastljós

Handboltinn og Friðgeir Trausti

Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta í dag. Öll þjóðin fylgist grannt með frammistöðu strákana. En hvernig er andlega hliðin á þátttöku á stórmóti fyrir leikmennina og hvaða áhrif hefur árangur landsliðsins á þjóðarsálina? Rætt er við Ólaf Stefánsson fyrrverandi landsliðsfyrirliða í handbolta, Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing og Viðar Halldórsson félagsfræðing.

Friðgeir Trausti Helgason er ljósmyndari og matreiðslumaður á einum besta veitingastað Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Leiðin þangað var þó grýtt og hann yfirsteig hindranir á borð við heimilisleysi og fíknisjúkdóm til komast þangað. Guðrún Sóley og Jakob Halldórsson heimsóttu Friðgeir.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

28. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,