• 00:00:00Rauða myllan
  • 00:02:24Verkjalyf og einhverfa
  • 00:14:49Fundu vináttuna á níræðisaldri

Kastljós

Einhverfa og verkjalyf, vinaverkefni, Moulin Rouge

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ófrískar konur eigi hætta taka verkjalyf sem hann og heilbrigðisráðherrann, Robert F. Kennedy, segja geta valdið einhverfu í börnum. Sérfræðingar í heilbrigðisvísindum segja lítið liggja þeim fullyrðingum til grundvallar. Kennedy hefur oft viðrað skoðanir sem eru á skjön við vísindasamfélagið, til mynda efasemdir um gagnsemi bóluefna og hefur dregið úr fjárveitingum til þróunar þeirra.

Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands, og Eyrún Halla Kristjánsdóttir, varaformaður Einhverfusamtakanna, eru gestir Kastljóss.

Helga og Ágústa voru paraðar saman fyrir fimm árum í gegnum vinaverkefni Rauða krossins þá á áttræðis og níræðisaldri. Þeim óraði ekki fyrir þær myndu eignast bestu vinkonu í gegnum verkefnið og mæla heilshugar með því.

Söngleikurinn Moulin Rouge verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu um helgina. Við litum á æfingu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

23. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,