• 00:00:39Ástandið í Minnesota
  • 00:20:12Gervigreind og krabbamein

Kastljós

Óeirðir í Bandaríkjunum og gervigreind í heilbrigðiskerfinu

Bandaríkin eru enn á í brennidepli eftir fulltrúar innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, skutu almennan borgara til bana í Minneapolis í Minnesota um helgina. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem liðsmenn ICE drepa þar almennan borgara. Ríkisstjórn Donalds Trump liggur undir þungu ámæli vegna harðra aðgerða Innflytjendastofnunarinnar, og það hefur orðið enn háværara eftir drápin. Gestir Kastljós eru Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Þegar Kristjana Ósk kynntist því í starfi sínu hvað tæknilausnir voru vannýttar og skammt á veg komnar í íslensku heilbrigðiskerfi fékk hún hálfgert áfall. Hún ákvað því taka málin í sínar hendur og sækja sér þekkingu erlendis - með það markmiði snúa hlutunum við. Hún segir gervigreind og tækni geti leyst ýmis vandamál í heilbrigðiskerfinu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

26. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,