Viðtalið við Þórólf Árnason í heild

Við birtum hér viðtalið við forstjóra Samgöngustofu um vopnaflutninga Air Atlanta í heild sinni.

Viðtalið við Þórólf Árnason í heild

Er þekking á vopnasölusamningi Sameinuðu þjóðanna hjá Samgöngustofu og var hann hafður til hliðsjónar þegar undanþága var veitt frá lögum svo að flugfélagið Atlanta gæti flutt vopn? Kveikur vildi fá svar við þeirri spurningu frá Þórólfi Árnasyni, forstjóra Samgöngustofu.

Í viðtali við Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og núverandi dómara við Landsdóm, kom fram að ríkisstofnunum bæri að fylgja alþjóðasáttmálum sem Ísland hefði fullgilt. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði jafnframt í viðtali við Kveik að stjórnsýslan og stofnanir hennar ættu að búa yfir þekkingu til að lesa úr lögum og alþjóðasamningum.

Þórólfur var þráspurður um þetta atriði en svörin voru ekki mjög skýr. Við birtum hér viðtalið við Þórólf í heild sinni.