Sjöunda þáttaröð Kveiks að hefjast

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hefst á ný annað kvöld. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annan hvern þriðjudag að loknum fréttum og Kastljósi.

Sjöunda þáttaröð Kveiks að hefjast

Í fyrsta þætti vetrarins verður fjallað um kynferðisofbeldi meðal barna, áhrif snjalltækja og mikilvægi fræðslu. Enn fremur verður fjallað um þátttöku innflytjenda í íslensku lýðræðissamfélagi.

Ritstjórn Kveiks samanstendur í haust af níu frétta- og dagskrárgerðarmönnum: Ingólfi Bjarna Sigfússyni ritstjóra, Arnari Þórissyni, Bjarna Einarssyni, Ingvari Hauki Guðmundssyni, Jóhanni Bjarna Kolbeinssyni, Karli Newman, Kristínu Sigurðardóttur, Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Tryggva Aðalbjörnssyni.

Almenningur er hvattur til að koma ábendingum um mögulegt umfjöllunarefni á framfæri við ritstjórnina. Hér eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband. Í Kveik er lögð áhersla á rannsóknarblaðamennsku og vandaðar fréttaskýringar um fjölbreytt málefni.

Hægt er að nálgast alla fyrri þætti Kveiks hér á vefnum.