Sendu umsjónarmönnum Kveiks ábendingu

Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.

Hægt er að hafa samband beint við frétta- og dagskrárgerðarmenn Kveiks á dulkóðaðan hátt í gegnum Signal-appið sem er hægt að sækja ókeypis fyrir Android-síma og iPhone.

Signal er einfalt í notkun og með því er bæði hægt að senda skilaboð í tiltekið símanúmer og hringja. Einu upplýsingarnar sem Signal geymir um notendur eru símanúmer notandans, hvenær númerið var fyrst skráð hjá Signal og hvenær notandinn var síðast virkur. Hægt er að lesa meira um Signal hér (á ensku).

Hafðu í huga að engin samskiptaleið er 100% örugg. Ef þú vilt koma til okkar viðkvæmum upplýsingum eða gögnum er því mikilvægt að þú kynnir þér kosti og galla mismunandi leiða.

 • Arnar Þórisson
 • Yfirpródúsent
 • Farsími og Signal:
 • Árni Þór Theodórsson
 • Pródúsent
 • Farsími og Signal:
 • Garðar Þór Þorkelsson
 • Pródúsent
 • Farsími og Signal:
 • Ingólfur Bjarni Sigfússon
 • Ritstjóri
 • Farsími og Signal:
 • Ingvar Haukur Guðmundsson
 • Pródúsent
 • Farsími og Signal:
 • Jóhann Bjarni Kolbeinsson
 • Fréttamaður
 • Farsími og Signal:
 • Kristín Sigurðardóttir
 • Fréttamaður
 • Farsími og Signal:
 • María Sigrún Hilmarsdóttir
 • Fréttamaður
 • Farsími og Signal:
 • Tryggvi Aðalbjörnsson
 • Fréttamaður
 • Farsími og Signal:

Ef þú vilt senda okkur gögn nafnlaust geturðu líka sent þau í venjulegum pósti á heimilisfangið:

Kveikur — Ríkisútvarpið
Efstaleiti 1
103 Reykjavík

Til að draga úr líkum á að hægt sé að rekja sendinguna til þín skaltu ekki fara með gögnin á pósthús heldur setja þau í frímerkt umslag og koma því í næsta póstkassa. Notaðu venjuleg pappírsfrímerki, ekki SMS-frímerki.

Ef ekki er þörf á að gæta fyllsta öryggis er líka hægt að hafa samband með því að senda skeyti á netfangið [email protected] eða á netföng einstakra frétta- eða dagskrárgerðarmanna. Einnig er hægt að hringja beint í farsíma frétta- og dagskrárgerðarmanna.

Við erum líka á Facebook, Instagram og Twitter, og þar má senda okkur skilaboð.

Einnig er hægt að koma með gögn í Útvarpshúsið í Efstaleiti og skilja þau eftir í móttökunni, merkt Kveik.