Kveikur opnar Securedrop

Fréttamenn Kveiks taka við öllum ábendingum og gögnum. Nokkrar leiðir eru til að hafa samband eða koma áleiðis gögnum með öruggum hætti. Í dag bætist við ný leið þegar ritstjórn Kveiks opnar Securedrop uppljóstrunargátt.

Kveikur opnar Securedrop

SecureDrop RÚV er gátt fyrir þá sem vilja koma upplýsingum og efni til fréttamanna Kveiks með eins öruggum hætti og kostur er. Sé gáttin rétt notuð tryggir hún með betri hætti nafnleynd og öryggi en hefðbundin tölvupóstsamskipti.

  1. Til að geta opnað SecureDrop gáttina þarf að sækja vafrann Tor; https://www.torproject.org. Tor gerir þér kleift að tengjast netinu án þess að gefa upp IP töluna þína á vefsíðum sem þú heimsækir.
  2. Því næst opnarðu Tor vafrann og afritar og límir slóðina qajougq6avv4lamu.onion í vefslóðargluggann og opnar síðuna. Ekki reyna að opna síðuna í hefðbundnum vafra; þá mun ekkert birtast og það er möguleiki á að heimsóknin sé skráð í tölvukerfi þess sem skaffar þér nettengingu.
  3. Þegar komið er inn á SecureDrop gáttina í gegnum Tor birtast leiðbeiningar um næstu skref sem þarf að taka til að geta sent inn gögn og skilaboð til fréttamanna Kveiks.

Til að auka öryggi og tryggja enn frekar nafnleynd er mælst til þess að þú notir þráðlausa nettengingu utan vinnustaðar eða heimilis (t.d. á kaffihúsi) til að opna gáttina. Hafa skal í huga að það séu engar eftirlitsmyndavélar sem gætu tekið mynd af tölvuskjánum á meðan gáttin er opnuð og upplýsingar og skilaboð eru send til Kveiks.

GPG email

Ef að SecureDrop liggur niðri eða einhver önnur ástæða er fyrir því að þú vilt ekki nota gáttina geturðu aukið öryggi tölvupóstsamskipta með GPG dulkóðum. Þá eru samskiptin dulkóðuð með lykli sem aðeins sá sem þú vilt að geti lesið póstinn getur notað.

Dulkóðunarlyklar fréttamanna Kveiks eru eftirfarandi:

Bæði er hægt að dulkóða sjálfa póstana og viðhengi með þeim. Til að mynda er hægt að sækja vafraviðbótina Mailvelope fyrir Chrome, GPG Tools fyrir Mac eða Gpg4win fyrir Windows.