Lengri útgáfa viðtalsins við Fiskistofustjóra

Í Kveik í kvöld er fjallað um brottkast, svindl á ísprósentu og uppgjöf Fiskistofu gagnvart rannsóknum og eftirliti með brotum í sjávarútvegi. Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, er meðal viðmælenda í þættinum.

Í viðtalinu viðurkennir hann að stofnunin geti ekki tekist á við þau verkefni sem henni er ætlað eins og staðan er í dag.

Sjá einnig: Brottkast, ís-svindl og uppgjöf Fiskistofu

Í þættinum stíga auk þess fram tveir fyrrum starfsmenn Fiskistofu sem lýsa vanmætti stofnunarinnar til að takast á við brottkast og umfangsmiklar framhjálandanir, vegna gallaðs regluverks, skorts á viðurlögum og niðurskurðar í eftirliti.

Lengri útgáfa viðtalsins við Fiskistofustjóra en það sem er sýnt í þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan.