Flýja til Úganda

Þegar horft er á kortið er nánast eins og Úganda sé vin í miðri Afríku. Allt í kring eru lönd sem hafa glímt og glíma jafnvel ennþá við margskonar erfiðleika: Rúanda, Eþíópía, Kongó og Suður-Súdan.

Ekki það að Úganda sé land án vandamála. Spilling er landlæg – landið er það spilltasta í Austur-Afríku. Yoweri Museveni, forseti landsins, hefur setið á stóli frá 1986 – fjórir af fimm Úgandabúum fæddust í valdatíð hans. Og hann sýnir ekki á sér neitt fararsnið.

Félagafrelsi er ekki virt og tjáningarfrelsið er takmörkunum háð. Stjórnvöld eru sökuð um að beita ofbeldi og jafnvel pyntingum til að halda völdum og fá sínu framgengt. Samkynhneigðir sæta ofsóknum – samkynhneigðir flóttamenn frá Úganda fengu í vikunni hæli á Íslandi.

Það kemur því nokkuð á óvart að stjórnvöld í Úganda hljóti hrós fyrir móttöku flóttamanna annars staðar frá, en þannig er staðan.

Ítarlega umfjöllun Kveiks um stöðu flóttamannamála í Úganda má sjá í spilaranum hér að ofan.