Bjarga lífum flóttamanna í miðjum frumskógi

Í Kutupalong í Bangladess er vettvangssjúkrahús Rauða krossins í Bangladess. Þar fá Róhingjar sem fluið hafa frá Mjanmar heilbrigðisþjónstu, eitthvað sem þeir hafa aldrei fengið áður.

Hér erum við fluga á vegg í sólarhring og fylgjumst með starfinu, með þremur íslenskum hjúkrunarfræðingum. Gelt sjakala og köll apa fylgja sólarupprásinni og skammt undan er krókódílaeldi. Þetta er sannarlega ekki hefðbundinn spítali.

Í nöturlegu mistrinu mætir starfsfólkið á kaffistofuna, undir berum himni. Hér þurfti að bregðast hratt við. Frumskógurinn var ruddur, möl hellt ofan í drulluna á miðju rigningartímabilinu og á skammri stundu var komið á starfhæfum spítala.

Hér þarf að sinna öllu: vannærðum, veikum börnum, slösuðum, fólki með hverja þá kvilla sem koma upp í lífinu, sykursýki, hjartasjúkdóma, og svo mætti lengi telja.

Sjáðu umfjöllunina í spilaranum hér fyrir ofan.